Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 22
KJARTAN GUÐJÓNSSON, listmálari:
„Ekkerf hefur breytzt"
„Það er óhætt að treysta mér,“ sagði gamli maðurinn og benti á einkennis-
húfu sín til sannindamerkis. „Giuseppe er góður gæd, Giuseppe svíkur engan“.
Hann tók upp lófafylli af kortum og á þeim stóð á flestum skandinavisku
málunum hvílíkur afbragðsgæd nefndur Giuseppe væri. „Af hverju bara á
skandinavisku, Giuseppe?“ „Það er vegna Svíanna, þeir eru alltaf hræddir
greyin.“ Og það varð úr að Giuseppe yrði gæd þriggja íslendinga í Pompei. Er
kom út úr lestinni rétt hjá Pompei reyndi einn af hinum lánlausu tötramönnum
Ítalíu að nálgast okkur: „Souvenir mistei'. En nú vorum við í umsjá Giuseppes,
sem var góður gæd. Hann sveiflaði stafnum kengboginn og skeggbroddarnir
risu á kjálkum hans. Þessir gentlemenn væru í hans umsjá og skyldu ekki verða
neinum plattenslögurum að bráð, burt með þig aumur skálkur. Það glamraði
í stafnum þar sem hann gekk á undan og leit við og við í kringum sig til þess
að gá hvort nokkrar frekari tilraunir væru í aðsigi til þess að nálgast skjól-
stæðinga hans. Þótt við hefðum verið óspjallaðar meyjar hefði okkar ekki verið
gætt betur. Svo gengum við inn um hliðið á borginni sem dó. Og Giuseppe þuldi
fyrir okkur hinar föstu romsur sem hann virtist kunna svo vel að hann gæti
verið að hugsa um allt annað. Einstaka hluti kannaðist maður við af myndum
úr mannkynssögunni. Svo mikið hafði maður heyrt um þessa borg, að fátt kom
á óvart. Þó vissi ég ekki að vatnskranar hafa sama sem ekkert breytzt síðan á
dögum Rómverja. Það fór hrollur um mig er ég sá tannlækningatæki nauðalík
þeim sem sem kvöldu mann seinast í fyrra. Svo er það þetta sem alltaf er
bætt við með ákveðnum undurfurðulegum svip þegar minnzt er á Pompei og
venjulega í hálfum hljóðum, klámið. Það er mikið af hóruhúsum og vínbúðum.
„Þeir höfðu ekki annað að gera þá heldur en nú, þeir ríku,“ sagði Giuseppe.
„Hórur og vín, þetta hefur ekkert breyzt.“
„Hvað eiga genitalarnir að tákna fyrir ofan búðardyrnar?" „Það var tákn
um velmegun, því stærri genital, því meiri bisness, sjáið þið þarna“,
sagði Giuseppe og benti á bakarabúð þar sem var engin genital. „Þessi var úr
gulli og var fluttur á safn í Napoli, en þessi hefur ekki plumað sig eins“,
og benti á aðra bakarabúð beint á móti, þar sem var eitthvað á stærð við
löngutöng og úr steini. „Hann hefur kannske farið of oft þangað greyið,“ sagði
karl og benti á vínbúðina við hliðina á. „Þetta hefur ekkert breyzt strákar
mínir“. Brauðin eru ennþá í ofnunum í bakaríunum í Pompei. Þau eru tví-
164
VINNAN og verkalýðurinn