Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 40

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 40
Óskar B. Bjaraason: VOLGU-DON skurSurinn Skipaskurðurinn milli Volgu og Don, sem var tekinn í notkun 27. júlí í sum- ar liggur frá Volgu skammt fyrir neðan Stalingrad til Kalatsj í Donbugðunni. Skurðurinn er 101 km á lengd og liggur yfir lálendishrygginn sem þarna er á milli þessara tveggja fljóta. Á leiðinni yfir hæðina er skipastigi með 13 lok- um og 3 dælustöðvum. Til þess að fá Don til að renna í skurðinn yfir til Volgu þurfti að gera geysimikla stíflu í hana hjá Tsinljanskaja, 240 km norðaustur af Rostof. Don hefur skipt um farveg á kafla og þarna er komin smáskekkja í öll heimsins landabréf. — Þarna, hjá gamla kósakkabænum við Don er nú komið stærsta stífluvatn heimsins, Donhafið eða Tsimljanskajahafið. Lengd þess er 180 km og breidd 40 km og rúmmálið 23.800 milljónir teningsmetra. Stíflan við Tsimljanskaja er 13,5 km á lengd og 40 m á hæð. Raforkuverið sem reist hefur verið við þessa stíflu hefur 160 þús. kílówatta afl og mun framleiða 500 milljónir kílówattstundir á ári. Vatnið í Donhafinu er einnig hagnýtt til áveitu. Aðaláveituskurðirnir eru 658 km á lengd og samanlögð lengd allra skurðanna nemur þúsundur kílómetra. Alls verða vökvaðir 3 milljónir ha. lands með þessu áveitukerfi þegar það er allt komið í notkun. Strax í sumar voru 100 þús. ha. af þurru landi vökvað frá Donhafinu. Þurrkar munu ekki framar ógna uppskerunni í Úkranínu — og ný landssvæði munu fást þar til ræktunar á víni, bómull og hrísgrjónum. Þegar Volgu-Don-skurðurinn sem l,íka er kenndur við Lenín, var opnaður fyrir umferð í sumar tengdust 5 höf sem liggja að ströndum Sovétríkjanna með skipaskurðinum. Þessi höf eru: Hvítahafið, Eystrasalt, Svartahafið, Asofs- haf og Kaspíhafið. Yfir skurðinn hggja 8 stórar brýr svo að skurðurinn er síður en svo tálmun fyrir umferð á landi. Áttatíu milljónir rúmmetra af möl og sandi voru fluttir til og 2,86 milljónir rúmmetra af steypu varu steyptir við byggingu alls mannvirkisins. ) Moskva er nú orðin stór hafnarborg fyrir siglingarnar milli hinna 5 hafa. Nýjar siglingaleiðir um fljótin hafa opnast, nú er t. d. hægt að sigla frá Moskvu til Rostof við Don. Við smíði Leninskurðarins og stíflunnar og orkuversins við Tsimljanskaja og aðrar enn stærri framkvæmdir sem nú eru á döfinni í Sovétríkjunum hafa verið notaðar stórvirkustu vinnuvélar sem enn hafa þekkst í heiminum. Meðal þessara stórkostlegu véla má nefna grafvélar sem lyfta 14 rúmm. af möl 182 VINNAN og verkalýSurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.