Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 46

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 46
UM ALÞJÓÐATUNGU Arnór K. Hannibalsson: Mismunur og fjölbreytileiki þjóðtungnanna skapar nauðsyn alþjóðamáls. Þær eru torlærðar og tiltölulega lítill hluti mannkynsins talar hverja þjóðtungu. Öðruvísi væri ef þjóðirnar notuðu alþjóðlegt mál í viðskiptum sínum, mál, sem hver maður talaði og notaði auk móðurmáls síns. Öll viðskipti milli þjóða andleg og efnisleg, yrðu margfalt greiðari, skilningur milli þjóða auðveld- ari. Mikill sparnaður á erfiði og fé yrði af notkun alþjóðamálsins. Hver mað- ur þyrfti ekki að læra nema eitt erlent mál, því að öll alþjóðleg viðskipti færu fram á því. Útvarpsstarfsemi, blaðaútgáfa og bóka, færu öll fram á alþjóða- málinu, en einungis í stærra stíl en hingað til. Öll alþjóðaþing yrðu háð á því. Mörg vandkvæði fylgja því að nota þar mismunandi þjóðtungur eins og nú er gert. Þeir hafa sterkasta aðstöðuna sem eiga þær tungur að móðurmáli sem leyfðar eru. Hinir eiga vegna málaörðugleika miklu ver með að koma sínum málum á framfæri. Mikill tími fer í þýðingar og ræður manna tapa miklu í misjöfnum þýðingum. Annað væri viðhorfið ef alþjóðamálið væri notað. Allir töluðu eitt og sama mál og væru sem einnar þjóðar menn. Þar skildi hver annan fullkomlega og allt gengi fljótt og auðveldlega fyrir sig. Þannig er það á þingum esperantista. Á þeim kemur það bezt í ljós að Esperanto er ein hinna lifandi menningartungna þess megnug að rífa niður þá múra misskilnings og erfiðleika sem þjóðtungurnar valda. Esperanto kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1887. Höfundur þess var pólskur augnlæknir að nafni Zamenhof. Hann hafði unnið að þessu hugðarmáli sínu í mörg ár. I fæðingarþorpi hans, Bjalistok, bjuggu menn af fjórum þjóðemum, Rússar, Pólverjar, Gyðingar og Þjóðverjar. Sífelldar ýfingar voru á milli þeirra. jafnvel var blóði úthellt. Hinn ungi Zamenhof hugleiddi mikið orsök þessarar sund- rungar. Og hann komst að þeirri niðurstöðu að tungumálamismunurinn væri frumorsökin. Þeir menn sem töluðu mismunandi tungumál skildu ekki hvorir aðra. Úrræðið sem hann fann til að leysa vandkvæðin var að skapa alþjóða- mál sem menn lærðu auk móðurmáls síns og notuðu í samskiptum við annarra þjóða menn En þetta mál varð að vera hlutlaust. Hversvegna? Vegna þess að alþjóðamálið mátti ekki skerða þjóðernistilfinningar neins manns. Að ætla sér að nota þjóðtungu sem alþjóðamál væri sama sem að troða jafnframt upp á heiminn þjóðerni þeirrar þjóðar sem talaði hana. Hlutleysi var því ekki náð nema málið væri „tilbúið“, þ. e. í því væru samræmdir í eina heild helztu kostir þjóðmálanna. Alþjóðamálið varð að vera auðlært og alhliða menning- armál. Alla þessa kosti hefur Esperanto til að bera. Það er hlutlaust og í það eru valdir alþjóðlegustu þættir evrópumálanna. Það er því úrvalsmál. Notkun 188 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.