Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 9
miða ekki eingöngu að því einu að tryggja henni völd með rangfengn-
um atkv., heldur og að því að kveikja úlfúð og sundrungu í röðum
verkalýðssamtakanna einmitt nú, þegar allt veltur á því fyrir verka-
lýðinn, að standa saman um hagsmunamálin.
Þetta er þeim mun alvarlegra sem vitað er að ofsóknaræði sam-
bandsstjórnarklíkunnar er m. a. beint gegn tveim stærstu og fremstu
verkalýðsfélögunum í þeirri fylkingu, sem nú býr sig til átaka fyrir
bættum kjörum alls fjöldans, Verkamannafél. Dagsbrún og Iðju,
félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, en hið fyrrnefnda á að ræna 6—8
réttkjörnum fulltrúum af 33. Hið síðarnefnda með 9 fulltrúa hefur
verið svift ranglega réttindum í sambandinu, til að treysta valda-
stöðu hinnar atvinnurekendasinnuðu sambandsstjórnar á þessu þingi.
Á 23. þingi alþýðunnar hvílir mikil ábyrgð. Því ber skylda til að
verða nú vinnandi fólki sú aflstöð, sem tryggir baráttu þess góðan
sigur. Og fyrsta skylda þess er sú, að bægja frá garði sérhverju
sundrungarefni. Því ber að hnekkja árásinni á Dagsbrún og Iðju og
önnur þau félög, sem orðið hafa að skotspæni ófyrirleitinna valda-
bröltara og atvinnurekendaþjóna á háum stöðum í verkalýðssamtök-
unum, og tryggja fullkomið jafnfrétti allra félaga og einstaklinga
innan heildarsamtakanna. — Þetta er f jöregg einingarinnar, en hún
er afl þess sem gera skal. Um þetta ber öllum beztu mönnum 23. þings-
ins að sameinast, hvar sem þeir standa í flokki.
-----------------------------------------------------------------N
Laugardaginn 15. nóv. sl. afhenti samninganefnd þeirra 56 verka-
lýðsfélaga er sagt höfðu upp samningum frá 1. des. n. k., atvinnurek-
endum kröfur sínar. En meginkröfur voru þessar:
1. Allt grunnkaup í samningum hækki um 15%.
2. Á allt grunnkaup verði greidd verðlagsuppbót mánaðarlega sam-
kvæmt framfærsluvísitölu næsta mánaðar á undan þeim mánuði,
sem greitt er fyrir
3. Atvinnurekendur greiði 4% á greidd vinnulaun í atvinnuieysis-
tryggingasjóð viðkomandi stéttarfélags er stofnað verði til.
3. Lágmark oriofs lengist úr 12 virkum dögum í 18. Greiðsla orlofs-
fjár hækki úr 4% í 6% á greidd laun, eftir sömu reglum og gert
er ráð fyrir í orlofslögunum.
4. Athugaðir verði möguleikar á framkvæmd 40 stunda vinnuviku.
5. Samið verði um kaup iðnnema og verði það ákveðið sem hundraðs-
hluti af kaupi sveina í sö‘mu iðngrein: Á 1. námsári 40%, á 2.
námsári 50%, á 3. námsári 60, á 4. námsári 70%.
V________________________________________________________________—J
VINNAN og verkalýðurinn
151