Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 18

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 18
Amerískir verkamenn afhjúpa lygina um ..Þrælalmðir” „American Federation oí Labour heitir verðlaunum hverjum þeim sem get- ur hrakið þá fullyrðingu að Sovétstjómin hafi komið sér upp minnst 175 nauð- ungarvinnubúðum. Kortið sýnir hvar búðirnar liggja". Þessi orð, ásamt téðu korti, getur að líta á kápusíðu bókarinnar „Þrælabúðir Stalíns", sem gefin hefur verið út í ýmsum löndum fyrir ameríska dollara. Jafnvel þótt flestir hafi séð gegnum þetta ameríska áróðursbragð, þá er nógu fróðlegt að frétta það, að amerísk verkalýðssendinefnd hefur nú algjörlega afhjúpað þessa fullyrðingu, og ber henni þannig verðlaunin. Amerísk verkalýðssendinefnd, sjö manna, hefur nýlega ferðast um Evrópu á vegum AFL og CIO og að frumkvæði „amerísku nefndarinnar til rannsóknar á vinnuskilyrðum í Evrópu“. Á ferð sinni heimsótti nefndin einnig Ráðstjórnarríkin, og þar lét hún í ljós þá ósk sína að fá tækifæri til að rannsaka hvort þar fyrirfyndust „þrælabúðir" eða ekki. Nefndarmenn höfðu með sér kort frá Bandaríkjunum, gefið út af AFL; og þar var Kiev og umhverfi hennar aðalsvæði „hinna hryllilegu þræla- búða“. Þeir óskuðu því að mega fljúga yfir Kiev og umhverfi hennar, þar sem þeir sögðu að bifreið væri af háð vegakerfinu, en það takmarkaði möguleik- ana til viðhlítandi rannsóknar. Þeir fengu flugvél. Þeir flugu yfir svæðið eftir tilvísun kortsins. Þeir flugu lengi og í mjög góðu skygni, allt þar til nefndarmenn sjálfir sögðu að „þetta væri nóg.“ „Ég veit hvernig slíkar búðir líta út“. Eftir flugferðina sagði einn nefndaramanna, Theodore Bosak: „AFL í Bandaríkjunum hefur gefið út kort yfir „nauðungarvinnubúðirnar" í Ráðstjórnarríkjunum, og þar er merktur inn mikill fjöldi þeirra sem eiga að liggja í Kiev og nágrenni hennar. í seinustu styrjöld var ég stríðsfangi í þýzkum fangabúðum. Ég var fluttur frá einum fangabúðunum til annarra víðsvegar í Evrópu, stundum með járn- brautarlest, stundum gangandi, áður en þeir ákváðu endanlega hvar okkur skyldi komið fyrir. Er ég var leystur úr prísundinni var ég fluttur í flugvél 160 VXNNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.