Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 23

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 23
bökuð, fyrst af bökurunum, síðan af hinum brennheita gasmökk sem steyptist yfir borgina áður en hún grófst undir öskunni. Við komum inn í gufubað, sem minnti mig mjög á baðið sem ég kom í eitt sinn í Gautaborg. „Og hérna voru þeir þegar þeir voru timbraðir,“ sagði Giuseppe, sem okkur þótti nú orðið ágætur gæd. Þar höfðu tveir forfeður hans orðið til og lágu þar sem þeir fundust. Seinasta angistarveinið var stein- runnið á afskræmdum andlitum, fingurnir krepptir í krampateygjum eins og klær. Karlinn sagði, að það mætti merkj að þetta væru þrælar á mittis- bandi þeirra. Við komum á aðaltorg boæjarins, þar sem fram fóru trúarathafnir og annað er að þjóðfélagsmálum laut. Fyrir miðju þess var líkneski af Zeifi eða Júpíter eins og Rómverjar kölluðu hann. Giuseppe sýndi okkur, hvernig þeir fóru að því að láta hann spúa reyk, til þess að ljúga að alþýðunni. Bak við súlu hefur einn skarfurinn staðið og þangað lá haganlega fyrir komin leiðsla er end- aði í munni Júpíters og enn sagði Giuseppe og gaut hornauga, að þetta hefði ekkert breyzt. Ekki fannst okkur ástæða til annars en að taka undir það. >,Hvað gerir þú ef þú lendir í nunnunum, ferðu með þær og sýnir þeim allt þetta hórerí?“ „Ég segi bara við þær, „viljið þið sjá allt?“ Og þið getið bókað, VINNAN og verkalýðurinn 165

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.