Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 28
Árás á
verkalyðssamtökin
Snorri Jónsson, form Járniðnaðar-
mannafélagsins.
*
8. sept. s.l. að loknum vinnudegi
barst þremur jámsmiðum í Vél-
smiðjunni Héðni í Reykjavík bréf frá
forstjóra fyrirtækisins, þar sem þeim
var sagt upp atvinnu.
Þetta kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti því þessir menn vissu enga
sök á sig á vinnustað og allir, sem
kunnugir voru, vissu að menn þessir
höfðu unnið hjá fyrirtækinu ýmist
alla eða mest alla starfsævi sína af
hinni mestu trúmennsku eða nánar
sagt 14—19 ár samfleytt. Á þessu
dæmalausa tiltæki forsjórans hefur
ekki fengizt nein skýring nema sú,
að honum hafi lengi leikið hugur á
að losna við þessa menn, ef marka má
hans eigin ummæli í blöðum.
Annars þurfti enginn sæmilega
stéttþroskaður verkamaður að fara
í grafgötur til að finna hið sanna um
eðli þessa verknaðar forstjórans, því
raennirnir ,sem hann var að stjaka
á þennan hátt út af vinnustaðnum
voru formaður Járniðnaðarmannafé-
lagsins, varaformaður þess og trún-
aðarmaður á vinnustað. Hér var um
hreinræktaða atvinnuofsókn að ræða.
Þegar menn höfðu áttað sig á því
hvað skeð hafði og forstjórinn reynzt
ófáanlegur til að afturkalla uppsagn-
irnar lagði um helmingur jámsmiða
í Héðni niður vinnu í mótmælaskyni.
Fjöldi verkalýðsfélaga auk Járniðn-
aðarmannafélagsins mótmælti at-
hæfi forstjórans og skorað var á
stjórn Alþýðusambands íslandp að
skerast í leikinn til aðstoðar járn-
smiðunum. — En þegar ekkert
fékkst út úr stjórn A.S.Í. annað en
orðaleikur um „alla löglega aðstoð“,
á meðan lögbrjóturinn í Héðni fór
sínu fram sáu járnsmiðirnir ekki til-
gang í að halda mótmælaverkfalli
sínu lengur áfram og tóku aftur upp
vinnu á fjórða degi. En af hálfu
Járniðnaðarmannafélagsins var mál-
ið afgreitt í bráð með því að stefna
Vélsmiðjunni Héðni fyrir Félagsdóm,
samkvæmt ráðleggingu A.S.Í.-
stjórnar.
Þar með hefur atvinnukúgarinn,
með freklegu lögbroti komið fram
fólskuverki sínu. Hins vegar má í
bezta lagi reikna með því, að Fé-
lagsdómurinn láti hann seint og síð-
ar meir sæta einhverjum mála-
mynda viðurlögum fyrir lögbrotin
170 VINNAN og verkalýðurinn