Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 13

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 13
Tveir meðlimir sambandsstjórnar, þeir Jón Sigurðsson og Sæmundur Ólafs- son hafa þegar lýst því yfir í Alþýðu- blaðinu, að svifta eigi Dagsbrún veru- legum hluta fulltrúa hennar á Al- þýðusambandsþingi, en með því ætlar afturhaldið að viðhalda völdum sín- um í fulltrúaráðinu. Hér er hvorki um meira né minna að ræða en tilraun til þess að kljúfa verkalýðinn og koma á harðstjórn í verkalýðsfélögunum. Þessar fyrirætlanir eru því níðang- urslegri sem verkalýðsfélögin eru að týgja sig til sameiginlegrar kaup- gjaldsbaráttu, er útheimtir að allt sé gert til þess að sameina, en ekkert til að sundra. Verkalýðurinn verður að gera sér fulla grein fyrir því, að hér er á ferð- um geigvænleg hætta, sem nauðsyn- legt er að afstýra. Það má ekki ske, að erindrekum ríkisstjórnarinnar takist að hrekja Iðju í Reykjavík úr sambandinu og fremja klofningsverknaðinn á Dags- brún . Það má ekki ske, að verka- lýðsstéttin gangi til kaupgjaldsbar- áttu sundurtætt og klofin. En þetta getur engin hindrað nema verkalýður- inn sjálfur. Það megin verkefni stendur því frammi fyrir íslenzkum verkalýð að sannfæra fulltrúana á komandi Al- þýðusambandsþingi um það, að hann krefst þess, að þeir sameini en sundri ekki, að hann krefst þess, að þeir hindri ekki aðeins ofbeldisaðgerðir gagnvart Dagsbrún, heldur einnig, að þeir ógildi brottrekstur Iðju. Fullkomin skipulagsleg eining í Al- þýðusambandinu — er frumskilyrði fyrir sigursælli baráttu verkalýðsins. Agentar ríkisstjórnarinnar í Al- þýðusambandsstjórninni mega vera vissir um, að íslenzkur verkalýður mun ekki láta klofningsbrölti þeirra ósvarað, heldur taka til sinni eigin ráða. Verkalýðurinn hefur í nýafstöðnum kosningum sýnt, að hann sættir sig ekki lengur við það farg, sem núver- andi sambandsstjórn hefur verið á samtökunum. Og hann mun verða fær um að vernda samtök sín og hags- muni, þrátt fyrir klofningsiðju og ein- i’æðisbrölt hennar. Það er megin verkefni komandi Alþýðusambandsþings. Enga sundrungu, heldur samein- ingu! Tímaritið Vinnan og verkalýðurinn vill leiða athygli lesenda sinna að hinu Frjálsa bókavali Máls og menningar. Bækur þessar eru níu talsins, og geta menn valið um hverjar þrjár eða sex þeirra eða tekið þær allar, eftir ástæðum. Það er skoðun vor að með vali þessara bóka hafi tekizt að þjóna í senn þjóðlegum listasmckk vorum og fullnægja kröf- um lesenda um hugnæmt efni og vandaðan frágang. .________________________________________________________________✓ VINNAN og verkalýðurinn 155

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.