Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 15

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 15
Það er greinilegt, að þeir vilja sjá þig. — Lydía Nikolajevna var þæg og stóð upp: — Sýningunni er enn ekki lokið, maður varð að hlusta á þá, svara einu eða öðru, ljúga, brosa. Hún mætti augnaráði Mitins, sem svo mikil hrifn- ing skein út úr, að hún hrökk í kút og leit undan. Fyrir framan hann stóð maður með skegg og gáfuleg, angur- vær augu. Hann ætlaði sýnilega að segja eitthvað, en hikaði lengi. Mitin sagði: — Eftir hverju bíður þú, Tsjeme- missov? Maðurinn með skeggið byrjaði að tala: — Við viljum gjarnan þakka yður. Gleði okkar er svo mikil, að henni verður ekki með orðum lýst. Mér datt í hug, að við hefðum kannski móðgað yður. Þér sýnið frábæran leik, og svo förum við að tala um að taka arfann. En þér megið ómögulega halda, að við skiljum þetta ekki. Þeg- ar við tölum þannig, þýðir það, að við erum að þakka yður. Það þýðir, að við fyrir okkar leyti viljum sækja fram. Það liggur í augum uppi, hvert h'utverk okkar er. Við erum bændur. En þér megið ekki halda, að við höf- um ekki tilfinningar. Við skiljum, hversu fagurt það er. Við sátum hér og grétum. Þér getið spurt, hvern sem þér viljið. Þegar þér stóðuð þarna og sunguð, höfðum við ekki lengur vald á tilfinningum okkar. En þér megið tú að fyrirgefa okkur, ef við höfum móðgað yður .... Lydia Nikolajevna þoldi ekki meira. Tarin streymdu úr augum hennar. Hún vafði handleggjunum um hálsinn á Tsjeremissov og kyssti hann. Hún gat aöeins stamað út úr sér: — Nei, það eruð þið, sem verðið að fyrirgefa mér .... VINNAN og verkalýðurinn Hún ætlaði að segja, hvernig hún hafði gert þessu fólki rangt til, hvernig hún skammaðist sín og gladdist en tárin hindruðu hana. Hún komst í mikla geðshræringu. Það var eins og einhver kuldakökkur væri að þiðna í henni, og geðshræring hennar breidd- ist út til samyrkjubændanna. Þeir horfðu vandræðalega og hlýlega á leikkonuna. Grisja Mitin hreyfði var- irnar í sífellu, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en kæmi ekki orðum að því. Hann var hamingjusamastur allra. Hann gladdist hennar vegna og ★★★★★★★★★★★★ GAMALT LJÓÐ Sjá hve hún í áttir allar, yfir gresju' og hrjósturvang, yfir sína byggð og borgir breiðir út sitt víða fang. Slétta, flói, akur, engi, elvur, hagi, skógur, fjall; þetta er okkar miklu móður, móðurjarðar andlitsfall. Heyr og finn í foldar barmi fljótsins öldudjúpa nið; þetta er hennar hjartasláttur, hennar, sem að elskum við. (Úr rússnesku). ★★★★★★★★★★★★ 157

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.