Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 37

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 37
„og það neita fáir nema einu sinni“, bætti hann við. Ein aðferðin er lánastarfsemi. Lána- veitandinn fær „einkaleyfi" hjá biyggjustjóranum til að reka lána- starfsemina. Hann lánar aðþrengdum verkamanni með vöxtum frá 10—25% á viku, síðan eru lánveitanda útborguð næstu laun lántakandans, sem tekur af þeim skuld sína, ásamt vöxtum og skilar svo verkam. afgangnum. Oft kemur það fyrir að verkamenn sem ekki vilja taka slík lán eiga örðugt með að fá vinnu. Venjulegt „gengi“ eru 22 menn oft eru þau höfð minni t.d. 18 menn, en launalisti gefinn fyrir fulla tölu. Þess- ir 18 menn verða svo að skila sömu vinnu og um fulla tölu væri að ræða, en launum þessara 4, sem á vantar skiftir svo bryggjustjórinn með sér og nánustu handlöngurum sínum. Veðmál og fjárhættuspil eru einnig rekin, ásamt eiturlyfjasölu og smygli. Verkamaður sem spilar á auðveldara með að fá vinnu.. Skipulagður er stórþjófnaður við höfnina. í New York höfn hverfa ár- lega vörur fyrir 60 millj. doll. Heil vagnhlöss af vörum hverfa en þjófn- aðarins verður ekki vart fyrr en við- takendur varanna framvísa farmskír- teinum sínum en þá er varan ófinn- anleg. Vátryggingarfélögin hafa af þessum sökum hækkað tryggingar- gjöld sín um 25% sl. 10 ár. Það sem sagt hefur verið hér að framan má ekki valda þeim misskiln- mgi að þið farið að efast um að Í.L.A. séu „frjáls“ verkalýðssamtök meira en það er líka meðlimur í A.F.L. sem frekar flestum öðrum talar um frjáls °g lýðræðisleg verkalýðssamtök. AFL hefur aldrei gert tilraun til að hrinda valdi bófanna yfir I.L.A. eða öðrum þeim verkalýðssamtökum er þar vaða uppi, nema ef telja ætti almennt snakk þeirra um „frelsi" sem þeir prýða á- Ivktanir sínar með. Ástæðan er aug- ljós, hrafnarnir kroppa ekki augun hver úr öðrum. Með því að vera sam- bandsfélag í A.F.L., verður I.L.A. með- limur , „Alþjóðasambandi „frjálsra" verkalýðsfélaga, I.C.F.T.U. Réttur þess tii að hafa orðið „frjálsra" í titli sín- u.m byggist líklega helzt á því að það er algerlega frjálst frá öllu félagslegu lýðræði og heiðarleika í forystu sinni. Ryan sjálfur er vitanlega ákafur málsvari „frjálsra“ verkalýðssamtaka og ekki síður eldheitur stuðningsmað- ur ameríska hernaðarundirbúnings- ins. Vitanlega líður hann ekki að verkamenn úr hans samtökum losi Peti Panto, er getið var um í síðasta kafla og: myrtur var af bófaklíkunni VINNAN og verkalýöurinn 179

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.