Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 17

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 17
hkupið hér beint niður brekkuna .... Tckuð þér eftir Tsjeremissov? Honum er ekki svo grátgjarnt, en í kvöld gat hann ekki tára bundizt. — Það komu tár fram í augun á honum. Það voru eins og þér sáuð: rósir í freðmýrinni. Þau gengu út úr þorpinu. Allt í kring voru engi og akurlendi. Einhversstaðar söng næturgali. Nóttin var tunglskinslaus, dimm og kyrr. Aðeins stjörnurnar fylgdust með samtali þeirra. Að lokum hættu þau að tala saman. Þau sátu í armlög- um á árbakkanum. Að vitum þeirra barst blóma- og heyilmur. Ástaratlot þeirra voru hæglát og hófsöm. Þau elskuðu hvort annað eins og ungling- ar, sem kynnast ástinni í fyrsta sinn. Lydiu Nikolajevnu hafði aldrei á ævi sinni órað fyrir því, að slík hamingja væri til. Það var eins og hún sjálf væri ekki lengur til, eins og hún hefði samlagazt hinu hlýja, kyrra myrkri. Svo losuðu þau um armlögin. Geysi- mikil ró kom yfir þau. — Þau hreyfðu sig ekki, hugsuðu ekki, önduðu ekki einu sinni. Hún sofnaði með höfuðið á hnjám hans. Grisja sat allt til dögunar án þess að hreyfa sig. Hann óttaðist, að hún kynni að vakna, ef hann hreyfði sig hið allra minnsta. Hann hugsaði ekki um það, sem við hafði borið, hann var á valdi þess. Niðurl. næst. SIGVALDI ÞORSTEINSSON F. 22. febrúar 1898. D. 23. ágúst 1952. Sigvaldi Þorsteinsson frá Upsum í Svarfaðardal andaðist 23. ágúst s.l. — Hann stundaði stjómennsku mestan hluta starfsævi sinnar, var kunnur fyrir dugnað sem liðsmaður á sjó og skipstjóri norðan lands. Hann gerðist snemma virkur þátttakandi í hags- muna- og réttindabaráttu verkalýðs- ins og var einn af fremstu brautryðj- endum sjómannasamtakanna á Akur- eyri. Frá þeim tíma mun hann jafnan hafa gengt einhverju forystustarfi innan verkalýðssamtakanna þar og stundum mörgum í senn. Eins og líkum lætur var Sigvaldi ekki aðeins dugnaðarmaður á sjó og landi. Hann var fluggáfaður maður; máli farinn í bezta lagi og ritfær, skáldmæltur sæmilega, þegar hann vildi það við hafa og listelskur með afbrigðum. — Með fráfalli hans eiga verkalýðssamtökin á bak að sjá vösk- um dreng og góðum. Sigvaldi bjó síðustu ár ævi sinnar í Reykjavík. VINNAN og verkalýðurinn 159

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.