Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 21

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 21
TRYGGVIEMILSSON fimmfugur Tryggvi Emilsson verkamaSur Gil- haga við Breiðholtsveg í Reykjavík var fimmtugur 20. okt. s.l. Hann er fæddur á Akureyri og hefur verið norðanlands lengst það sem af er æv- innar. Hann gerðist kornungur áhuga- samur um mál stéttar sinnar og hefur síðan haft á hendi mörg trúnaðarstörf innan verkalýðssamtakanna á Ak- ureyri, var t. d. formaður Verka- mannafélags Akureyrarkaupstaðar um skeið. Hann hefur langa og fjöl- þættu reynzla að baki í verkalýðs- málum, stóð framarlega í öllum mestu stéttarátökum á Akureyri á tímum kteppunnar milli stríða og gat sér ætíð góðan orðstír. Síðan hann flutti til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum hefur hann eins og að líkum lætur jafnan verið virkur í hagsmunasam- tökum stéttar sinnar, og er nú í stjórn stærsta verkalýðsfélags landsins, Dagsbrún. Tryggvi er fjölhæfur maður, list- elskur og hagorður vel, ef hann tek- ur sig til. Er langt síðan í blöðum al- þýðunnar fórU að sjást kvæði hans sem jafnan voru á einhvern hátt helg- uð hugðarefnum vinnandi fólks. — Vér eigum þá ósk bezta íslenzkri al- þýðu til handa að hún megi eiga Tryggva í fullu fjöri sem allra lengst. boðað því í krafti stéttarsamtaka þess komu samfélags mannvits og mann- helgi; sósíalismann. Það er skoðun mín að aldrei hafi nokkur íslenzkur prestur flutt kær- leiks- og friðarorð Krists af meiri skilningi en séra Gunnar Benediktsson og þá sérstaklega eftir að hann lét af embætti; enginn sveiflað svipu meist- arans af meiri kunnáttu yfir höfðum víxlaranna. Enginn íslenzkur prestur verið þjóð sinni þarfari en hann, og ei þá mikið sagt. Slíkum verður seint full þakkað. — VINNAN og verkalýðurinn 163

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.