Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 20

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 20
GUNNAR BENEDIKTSSON sexlugur 9. október s.l. var Gunnar Bene- diktsson rithöfundur sextugur. Meira en aldarfjórðung hefur hann skipað sess með fremstu orðsins mönnum þjóðarinnar í riti og ræðu. Það er mörgum til efs að nokkurntíma hafi í íslenzku ritmáli vopni ádeilunnar verið brugðið af meiri fimleik en þeg- ar Gunnari hefir bezt tekizt upp. Sér- kennileg og bitur kímni í broddi penna hans hefur mörgum reynst skeinu- hætt, — og fullyrða má að enginn nú- lifandi íslendingur hafi vakið fleiri bros á kostnað mótherjans en þessi sextugi pennabeitir og prédikari. Þó mundi um nafn Gunnars Bene- diktssonar minni ljómi, ef það kærni hvergi við sögu stéttarsamtaka al- þýðunnar. Sem ungur rithöfundur og klerkur verður hann altekin af fagn- aðarerindi marxismans um baráttu- einingu alþýðunnar gegn undirrót ranglætisins í heiminum: auðvalds- skipulaginu. Siðgæðiskend hans er of rökræn, réttlætisást hans of raunsæ og köllunarverkið of heilagt og brýnt í augum hans til að honum nægði hið kirkjulega svið siðbótarmannsins. Enn standa mér skýrt fyrir hugskotssjón- um lýsingar sem ég þá ungur fékk af þessum frækna manni og byltingar- presti, sem ég hafði þá ekki séð í eig- in persónu. Ég sé enn fyrir hugskots- sjónum mínum ungan mann vel á sig kominn í messu-klæðum koma frá messugjörð. Hann fer hvatlegar en títt er um þeirrar stéttar menn að ný lokinni guðsþjónustu. Hann fer styztu leið því hann má engan tíma missa, og fas hans allt er svo veraldlegt og snöfurmannlegt í senn að hann gæti svo maklega átt það til að stökkva út yfir kirkjugarðsvegginn í öllum her- klæðum drottins, án þess að gefa því minnsta gaum að slíkt þykir ekki í stíl við fínu fötin sem hann gengur nú í. í flasleysi þess, sem tekið hefur mikla ákvörðun að vandlega hugsuðu ráði, gengur hann til stofu og afklæð- ist geistlegum flíkum, staðráðinn í að láta ekki lengur við það sitja að hrópa: „herra, herra“, en fara og „gera vilja föðursins". Síðan er liðinn aldarfjórðungur. Gunnar hefur ferðast víða um land, stofnað verkalýðsfélög, tekið þátt í að leiða baráttu verkafólksins fyrir bætt- um kjörum og auknum réttindum og 162 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.