Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 39
er langt síðan, að því var lýst yfir
úr ráðherrastóli á Alþingi íslendinga,
að það væri glæpur, ef verkamenn
gerðu kröfu til betri lífskjara en þeir
hefðu. En enginn hefur viljað taka
það orðrétt eftir honum, sem sín eigin
orð, það er of mikil fjarstæða í augum
verkamannanna sjálfra til þess að það
sé skynsamlegt að segja það. Enn eitt
dæmi um sigur verkalýðssamtakanna.
En nú er nýr glæpur kominn til sög-
unnar. Nú er það ekki lengur látið
heita glæpur, að verkalýðsfélög séu
stofnuð og það er ekki heldur látið
heita glæpur, þótt verkamenn beiti
samtökum sínum til að bæta lífskjör
sín. En hinn mikli glæpur nú á tímum
er sá, ef verkamenn leyfa sér að hafa
í eigin höndum stjórn samtaka sinna.
Af öllum þeim svívirðingum, sem
hofmóðug yfirstétt hefur leyft sér að
gera einum alþýðusamtökum, er þessi
mest að bera það blákalt fram í dag-
legum blaðaáróðri, að það séu atvinnu-
rekendurnir, mennirnir, sem græða á
hverri kjararýrnun verkamannanna
•— þeir eigi að vera ráðgjafavald um
þsð, hverjir fari með æðztu völd inn-
an samtaka verkamannanna.
Það mun eins dæmi í hernaðarsögu
n-.annkynsins, að einn Stríðsaðilinn
leyfi sér að koma fram sem ráðgjafi
andstæðingsins um það, hverjum hann
feli í hendur forustu sveita sinna og
ætlist jafnvel til, að hann fái að senda
hann úr sínum eigin herbúðum. En
þetta er það, sem kúgarar íslenzkrar
valþýðu ætlast til þegar þeir láta
málgögn sín flytja áróður fyrir sínum
mönnum til kosninga á Alþýðusam-
bandsþing. Ef verkamaðurinn missir
sjónar á því, að samtök hans eru hon-
um tæki í baráttu gegn andstæðingi,
í hvers hendur hann verður að sækja
lífsafkomu sína, þá vofir sú ógn yf-
VINNAN og verkalýSurinn
ir, að þetta vopn verði í höndum and-
stæðinganna notað gegn honum sjálf-
um. Reynsla ísl. verkamanna hin síð-
ari ár ætti að vera nokkur reynsla
í þeim efnum ,þeim sem sjáandi sjá
og heyrandi heyra, — og bitur reynsla
til varnaðar.
Vinna verkamannsins er grundvöll-
ur samfélagsins. En á þeim grundvelli
verður ekki reist þjóðfélagsleg ham-
ingja, fyrr en verkamennirnir hafa
gert sér það ljóst, að þeirra skylda
er ekki aðeins sú að framleiða verð-
mæti efnahagslífsins með vinnu sinni,
heldur ber þeim einnig skylda til að
taka í sínar hendur úthlutun þessara
verðmæta og aðra meðferð þeirra til
alþjóðarheilla. Verkamaðurinn er ekki
aðeins verður launa sinna, hann á að
vera herra verðmætanna. Samtök
þeirra eru tæki þess herradóms.
Hamingja íslenzku þjóðarinnar,
menningarleg og efnahagsleg viðreisn
hennar, veltur á því, og því einu, að
hið vinnandi fólk finni það og skilji,
að á þess herðum hvílir ábyrgð þess,
hvort alþýða landsins hafnar í örbirgð
og armóði eða hún lyftir sér á stig vel-
sældar og menningarlegs þroska. —
í eðlisfræðitíma spurði kennarinn
hvort eitthvert krakkanna vildi ekki
segja sér um verkanir hita og kulda.
„Ýmsir hlutir stækka við hita en
minnka við kulda,“ svaraði einn pilt-
ur.
„Agætt, viltu útskýra þetta með
dæmum“?
„Jú, á sumrin eru t. d. dagarnir
langir, en á vetrum eru þeir stuttir."
181