Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 14
ILJA EHRENBURG:
Leikkonan
Framhald.
Grisja Mitin er staðinn upp, hann
er harðleitur með samanbitnar varir.
Lófaklappið vakti Lydíu Nikola-
jevnu. Hún hugsaði: Eru þeir í raun.
og veru að klappa fyrir mér? En hún
hélt áfram að leika. En nú lék hún
öðruvísi. Hún var ekki bara Deste-
mona, hún var raunveruleg kona,
Lydía Nikolajevna — hún elskaði lífið
fram úr hófi, vildi gjarnan komast þar
á rétta hillu, en enginn bar traust
til hennar. Hún talaði með augunum,
með mjúkum handhreyfingum, með
titrandi röddu. Hún talaði um tryggð,
um ást og einveru. Þetta kvöld lék
hún sem mikil listakona. Þegar sýn-
ingunni var lokið, byrjaði lófaklappið
ekki strax. Ahorfendur sátu hreyfing-
arlausir. Þeir höfðu komizt við, vegna
þess hve örlög mannsins geta stund-
um verið raunaleg. Full mínúta leið,
áður en lófaklappið hófst — kraft-
mikið og ákveðið — það var eins og
fólkið ryddist áfram, það var fullt
meðaumkunar. Lydía Nikolajevna
svaraði með daufu brosi.
Hún gekk inn í skrifstofu samyrkju-
bússtjórnarinnar, sem»var notað sem
fatageymsla handa leikurunum. Fada-
jeva sagði: — Þú fórst vel með hlut-
verkið í kvöld.
En Lydía Nikolajevna heyrði ekkert.
Hún var dauðþreytt. Hún litaðist um
í herberginu: almanak, blaðahylki,
auglýsingaspjald: „Fram til orustu
gegn illgresinu!" Henni var ekki enn-
þá fyllilega ljóst, hvar hún var niður
komin og hvað hafði komið fyrir hana.
Það var kveljandi að snúa aftur til
fyrra lífs. Hún var kölluð aftur fram
á leiksviðið, en hún afsakaði sig með
þreytu og fór ekki.
Nú er hún ein í litla herberginu, þar
sem angar af viðarkvoðu. Hún hugsar
kvíðafull: Er það satt? Getur hún í
raun og veru leikið? Var allur efi
hennar barnalegur kvíði? En þá ....
Frá leiksviðinu heyrðist há rödd.
Hún fer að hlusta án þess að vilja
það:
— Fyrir hönd allra félaga samyrkju-
búsins látum við í ljós þakklæti vort
og lofum á þessu hátíðlega augnabliki
að auka mjólkurframleiðsluna og
liggja ekki á liði okkar við að taka
arfann, svo að þið getið sagt.....—
Hún hættir að hlusta. Hún verður
giipin mikilli örvæntingu. Hvernig
hafði hún getað trúað lófaklappinu?
Þetta fólk hefur blátt áfram aldrei
fyrr komið í leikhús, .þess vegna var
það svona ákaft. Hvað varðar það um
örlög Destemonu? Það hefur öðrum
hnöppum að hneppa. Sýningunni lauk
fyrir augnabliki, og nú er það strax
farið að tala um mjólkurframleiðsluna.
Þannig er líf þess og ástríður. Til hvers
var að leika fyrir það?
Eftir að sál hennar hafði lyft sér til
hæða á vængjum vonarinnar, kom
mikill dapurleiki. Fadajeva sagði: —
156
VINNAN og verkalýðurinn