Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Blaðsíða 31
Guðbrandur
Guðmundsson
sextugur
7. september s.l. var Guðbrandur Guð-
mundsson Þórsgötu 15 a., sextugur. Guð-
brandar hefur nýlega verið minnst i þessu
riti í sambandi við 25 ára hjúskaparafmæli
þeirra hjóna, Kristínar Einarsdóttur og
hans.
Vinnan og verkal. mun því að þessu sinni
láta sér nægja að taka undir og árétta allar
þær árnaðaróskir, sem Guðbrandi bárust
ið þetta tækifæri með því að birta hér tvö
kvæði er honum voru flutt á sextugsafmæl-
inu.
— X —
Berðu hvítar hærur
heim frá löngu starfi.
Þú lagðir vit og vilja
til varnar frelsisarfi.
Þú spyrnir enn úr spori
og sprettur upp til dáða
vilji útlent auðmagn
oss af dögum ráða.
TJngur barstu og aldinn
alþýðunnar merki,
sást að örugg samtök
sigur hlytu í verki,
enda varstu, vinur,
á vor það hvergi gleyminn,
er örbyrgð allra þjóða
yfirgæfi heiminn.
Þú, Guðbrandur hinn góði
gefur dæmið bjarta,
eftir tign og auði
óskar sízt þitt hjarta.
En félaga þinn fallinn
feginn viltu reisa
og böðulshandar böndin
burt af honum leysa.
Steyta fengju færri
fót á vegi hálum,
ef líkt þér ynnu allir
að alþýðunnar málum.
Nú ættum við að veita
þér verðugt heiðursmerki
og beita sókn til sigurs.
Já, sýna það í verki.
M. E.
— X —
Séð hefk Björk
á barði, skjólvana
gróa gælulaust.
Gnauða vindar,
gnaga rætur
illar vættir.
Eyðist vor jörð.
Svo hefur mátt
margur sproti,
hálfrar aldar hár,
í hreti vaxa
vöxt sinn allan,
en borið þó gróður
í grotnuð sár.
Fækkar og fýkur
fagur gróður,
sölna blóm í beði.
En íslenzk Björk
aldreigi fölnar,
unz upp er urin
hin aldna rót. J. P.
VINNAN og verkalýðurinn
173