Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 6
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þröstur Eysteinsson og Ólafur S. Njálsson
Innfluttar trjá-
og runnategundir til
landgræðslu
Flestum þeim sem starfa að
gróðurverndarmálum hér-
lendis er orðið Ijóst, að
varanlegasta leiðin að upp-
græðslu örfoka lands og endur-
heimt fyrri landgæða á láglendi
felst f ræktun skóga. Kostir mel-
gresis og lúpínu til sömu nota
eru ótvíræðir. Tré og runnar gera
hins vegar varanlegra gagn með
þvf að binda snjó og bæta
þannig rakastöðu jarðvegs.
Skortur á slíkri vatnsmiðlun er
ein af höfuðorsökum jarðvegs-
eyðingar. Um leið myndast f
skjóli skóga næringar- og raka-
skilyrði sem hentug eru fyrir vöxt
og viðgang fjölbreytilegs gróður-
og dýralífs.
Landgræðsluskógrækt er sú
skógrækt nefnd sem stunduð er á
gróðursnauðu eða viðkvæmu
landi til að vernda jarðveg. Á síð-
ustu árum hefur áhugi á land-
græðsluskógrækt aukist hér á
landi. Frá árinu 1990 hefurárlega
verið efnt til umfangsmikils land-
græðsluskógaátaks í samvinnu
margra félaga, stofnana og ein-
staklinga, með plöntun um 3,5
milljóna trjáplantna á fjölmörg-
um stöðum um land allt. Úttektir
sem unnar hafa verið á árangri
gróðursetninganna hafa leitt í
Ijós lítil afföll ári eftir gróður-
setningu. Gefur þetta von um
bjarta framtíð landgræðsluskóga
hérlendis (Ása L. Aradóttir og
Sigurður H. Magnússon 1992).
Þorri þeirra plantna sem gróð-
ursettar hafa verið í tengslum við
verkefni um landgræðsluskóga
hefur verið fslenskt birki, en í
minna mæli rússalerki. Báðar
hafa þessar tegundir áður sýnt
fram á notagildi sitt til skóg-
græðslu á rýru landi, og með
gróðursetningu landgræðslu-
skóga hefur fengist staðfesting á
notagildi þeirra til uppgræðslu
örfoka lands. í kjölfar þessa verk-
efnis hefur áhugi aukist á að
kanna notagildi annarra trjá- og
runnategunda til landgræðslu,
jafnt innlendra sem erlendra.
Víða erlendis er að finna svæði
þar sem loftslag er svipað og hér
á landi, en fjölbreytni flórunnar
mun meiri. Þar má finna ýmsar
tegundir trjáa og runna sem
hentað gætu til uppgræðslu ör-
foka lands og sandfokssvæða á
veðurfarslega erfiðum svæðum
hérlendis. í þessari grein verður
fjallað um nokkur atriði, sem
hafa ber í huga við val og prófan-
ir á innfluttum tegundum til
landgræðslu, og minnst á nokkr-
ar þær innfluttu tegundir sem
vænlegar eru í þessum tilgangi.
Æskilegir eiginleikar land-
græðslutegundar
Trjá- og runnategundir sem ætl-
aðar eru til landgræðslu þurfa
að:
* vera fljótvaxnar og veita öðrum
gróðri skjól,
* mynda umfangsmikið og djúpt
rótarkerfi sem bindur jarðveg,
* þola vind og veðraham á ber-
svæði,
* vera nægjusamar á næringu og
jarðraka,
* eiga auðvelt með að dreifa sér,
með sjálfsáningu eða rótar-
skotum.
4
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993