Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 14
HAUKUR
RAGNARSSON
Vegleg
giof
Haustið 1991 gafÁskell
lóhannsson, Kambsvegi 31,
Reykjavík, Skógrækt ríkisins
eignarjörð sína Skóga á Fells-
strönd f Dalasýslu. Nafn sitt ber
jörðin með rentu, því að þar er
mikið skóglendi, og eina skilyrði
gefandans er, að það verði friðað
fyrir öllum ágangi.
Fyrir allmörgum árum var sett
upp skógræktargirðing f Staðar-
fellslandi á merkjum þeirrar
jarðar og Skóga. Góður árangur
þar sýnir, að veðursæld er á
þessum hluta Fellsstrandar og
góð skógræktarskilyrði.
í Skógum hefur sama ættin
setið síðan 1865, en þá hóf Jónas
Jónsson afi Áskels búskap þar.
Síðan bjó þar Jóhann faðirÁskels
og þeirra systkina frá 1897 til
æviloka 1951. Þá tóku við búi
synir Jóhanns, fyrst Jónas og
sfðan Sigmundur ogÁskell uns
þeirbrugðu búi 1979. Guðmund-
ur Jónsson frá Hallsstöðum í
Efribyggð fékk þá jörðina til
ábúðar, en hann brá búi haustið
1991.
Skógabærinn stóð frá alda öðli
hátt í hlíðinni, eða um 100 m
y..s. Þar er fagurt bæjarstæði og
víðsýni mikið yfir Breiðafjörð og
fjallgarðana sunnan hans.
Bæjarstæðið hefur hentað vel
þeim búskaparháttum, sem
tíðkuðust langt fram á þessa öld.
Tiltækt land til túnræktar var
hins vegar meðfram sjónum
drjúglangan spöl frá bænum.
Þegar byggja þurfti upp, var því
bærinn fluttur þangað. Fjós, fjár-
hús og hlaða voru byggð þar og
íbúðarhús reist árið 1971. Þarna
eru því nýlegar byggingar, sem
munu koma Skógrækt ríkisins að
góðum notum. Fram til þessa
hefur stofnunina skort aðstöðu
til þess að sinna friðlöndum
sínum á þessum slóðum sem
skyldi, en þau eru Staðarfells-
girðing sem áður var nefnd og
Ytrafellsskógur.
í sumar verður hafist handa að
girða landið neðan Efribyggðar-
vegar, og mun væntanleg girðing
tengjast Staðarfellsgirðingunni.
Gefanda Skóga eru færðar
alúðarþakkir fyrir þessa höfðing-
iegu gjöf.
12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993