Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 55

Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 55
torg- og útitré, aðallega þó sitka- grenið og hvítsitkagrenið. Fyrir slfk tré fæst gott verð, t.d. var heildsöluverð á 5 - 6 metra háu tré árið 1992, 15.333 krónur, án virðisaukaskatts, en 28.691 krón- ur án vsk. fyrir tré 7 - 8 metra hátt.18 Talsvert er flutt inn af stórum trjám, en mörg þeirra eru svo- kölluð vinabæjatré. Að þeim slepptum virðast íslensk tré hafa stóran hluta þessa markaðar. Af þessari umfjöllun sést að ýmsar trjátegundir hafa verið nýttar hér sem jólatré í langan tíma. Því hefur fengist dýrmæt reynsla til að byggja á. Hana þarf að nýta sem lykil að jólatrjárækt- un framtfðarinnar. Verðmæti hina ýmsu tegunda er hins vegar mjög misjafnt, rauðgrenið er ódýrasta tegundin en fjallaþinurinn sú dýrasta.18 Mest eftirspurn er eftir barr- heldnum jólatrjám, eins og blá- greni og fjallaþin. Þar sem þær tegundir eru um leið verðmæt- astar hníga öll rök að því að leggja sem mest kapp á ræktun þeirra. Arðsemi jólatrjáræktunar í allri framleiðslu er gerð ákveðin krafa um fjárhagslega arðsemi. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til að meta hana en einn handhæg- asti kvarðinn eru svokallaðir innri vextir fjárfestingarinnar. Hve miklir þeir þurfa að vera svo að viðunandi sé er misjafnt eftir framleiðslugreinum. f nytjaskóg- rækt með sitkagreni og alaskaösp er það talin viðunandi arðsemi að innri vextir séu um 2,5% fyrir skatta.4 Því er forvitnilegt að reikna út arðsemi jólatrjáræktun- arinnar. Forsendur arðsemisútreikninga Við arðsemisútreikninga þarf að gefa sér ákveðnar forsendur til að vinna eftir. Til að fá einhverja 100 1987 1988 1989 1990 1991 Hlutfallsleg skipting trjátegunda í jólatrjáhöggi Skógræktar ríkisins 1987 til 1991 fjallaþinur ■ blágreni ■ stafafura ■ rauðgreni Tölurnar eru fengnar úr starfsskýrslum Skógræktar ríkisins. hugmynd um arðsemi jólatrjá- ræktunarinnar setti ég upp lítið dæmi. Það skal þó skýrt tekið fram að forsendur eru afar breyti- legar frá einum stað til annars. Forsendurnar eru miðaðar við verðlag árið I992. í dæminu gerum við ráð fyrir ræktun rauðgrenijólatrjáa á ein- um hektara lands. Svæðið er af- girt og í vegsambandi, á landi sem ræktandi á eða hefur afnot af leigulaust. Girðinga- og vega- gerðarkostnaður er mjög mis- munandi eftir staðháttum og erfitt að leggja til grundvallar. Hann getur orðið mjög hár og þvf skipt miklu í arðsemisút- reikningi. Hvað skógræktarfélög- um og Skógrækt ríkisins við kem- ur eru víða til staðar afgirt svæði. Séu stór svæði tekin fyrir minnk- ar girðingakostnaður hlutfalls- lega á flatareiningu. Þessi hektari er á svæði, sem vaxið er birkikjarri, en slíkt land hentar yfirleitt vel til jólatrjá- ræktunar. Kjarrið þarf að grisja fyrir gróðursetningu og er látið mynda það sem kallast skermur. Gert er ráð fyrir að slfk grisjun taki 10 dagsverk. Dagsverkið er metið á kr. 5.000 með launa- tengdum gjöldum. í hektarann gróðursetjum við að vori rauð- greniplöntur úr 35 gata bökkum Tafla um verð tegunda skv. verölista Skógræktar ríkisins 1992 Stærö (m) Tegund Heildsöluverð án vsk. 1,25- 1,5 Rauögreni 901 kr/stk. - Stafafura 1.258 kr/stk. - Blágreni 1.440 kr/stk. - Fjallaþinur 1.912 kr/stk. Taflan sýnir hve verðmismunur er mikill milli trjátegunda. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.