Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 55
torg- og útitré, aðallega þó sitka-
grenið og hvítsitkagrenið. Fyrir
slfk tré fæst gott verð, t.d. var
heildsöluverð á 5 - 6 metra háu
tré árið 1992, 15.333 krónur, án
virðisaukaskatts, en 28.691 krón-
ur án vsk. fyrir tré 7 - 8 metra
hátt.18
Talsvert er flutt inn af stórum
trjám, en mörg þeirra eru svo-
kölluð vinabæjatré. Að þeim
slepptum virðast íslensk tré hafa
stóran hluta þessa markaðar.
Af þessari umfjöllun sést að
ýmsar trjátegundir hafa verið
nýttar hér sem jólatré í langan
tíma. Því hefur fengist dýrmæt
reynsla til að byggja á. Hana þarf
að nýta sem lykil að jólatrjárækt-
un framtfðarinnar.
Verðmæti hina ýmsu tegunda
er hins vegar mjög misjafnt,
rauðgrenið er ódýrasta tegundin
en fjallaþinurinn sú dýrasta.18
Mest eftirspurn er eftir barr-
heldnum jólatrjám, eins og blá-
greni og fjallaþin. Þar sem þær
tegundir eru um leið verðmæt-
astar hníga öll rök að því að
leggja sem mest kapp á ræktun
þeirra.
Arðsemi jólatrjáræktunar
í allri framleiðslu er gerð ákveðin
krafa um fjárhagslega arðsemi.
Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til
að meta hana en einn handhæg-
asti kvarðinn eru svokallaðir innri
vextir fjárfestingarinnar. Hve
miklir þeir þurfa að vera svo að
viðunandi sé er misjafnt eftir
framleiðslugreinum. f nytjaskóg-
rækt með sitkagreni og alaskaösp
er það talin viðunandi arðsemi
að innri vextir séu um 2,5% fyrir
skatta.4 Því er forvitnilegt að
reikna út arðsemi jólatrjáræktun-
arinnar.
Forsendur
arðsemisútreikninga
Við arðsemisútreikninga þarf að
gefa sér ákveðnar forsendur til að
vinna eftir. Til að fá einhverja
100
1987 1988 1989 1990 1991
Hlutfallsleg
skipting
trjátegunda í
jólatrjáhöggi
Skógræktar
ríkisins
1987 til 1991
fjallaþinur
■ blágreni
■ stafafura
■ rauðgreni
Tölurnar eru fengnar úr starfsskýrslum Skógræktar ríkisins.
hugmynd um arðsemi jólatrjá-
ræktunarinnar setti ég upp lítið
dæmi. Það skal þó skýrt tekið
fram að forsendur eru afar breyti-
legar frá einum stað til annars.
Forsendurnar eru miðaðar við
verðlag árið I992.
í dæminu gerum við ráð fyrir
ræktun rauðgrenijólatrjáa á ein-
um hektara lands. Svæðið er af-
girt og í vegsambandi, á landi
sem ræktandi á eða hefur afnot
af leigulaust. Girðinga- og vega-
gerðarkostnaður er mjög mis-
munandi eftir staðháttum og
erfitt að leggja til grundvallar.
Hann getur orðið mjög hár og
þvf skipt miklu í arðsemisút-
reikningi. Hvað skógræktarfélög-
um og Skógrækt ríkisins við kem-
ur eru víða til staðar afgirt svæði.
Séu stór svæði tekin fyrir minnk-
ar girðingakostnaður hlutfalls-
lega á flatareiningu.
Þessi hektari er á svæði, sem
vaxið er birkikjarri, en slíkt land
hentar yfirleitt vel til jólatrjá-
ræktunar. Kjarrið þarf að grisja
fyrir gróðursetningu og er látið
mynda það sem kallast skermur.
Gert er ráð fyrir að slfk grisjun
taki 10 dagsverk. Dagsverkið er
metið á kr. 5.000 með launa-
tengdum gjöldum. í hektarann
gróðursetjum við að vori rauð-
greniplöntur úr 35 gata bökkum
Tafla um verð tegunda
skv. verölista Skógræktar ríkisins 1992
Stærö (m) Tegund Heildsöluverð án vsk.
1,25- 1,5 Rauögreni 901 kr/stk.
- Stafafura 1.258 kr/stk.
- Blágreni 1.440 kr/stk.
- Fjallaþinur 1.912 kr/stk.
Taflan sýnir hve verðmismunur er mikill milli trjátegunda.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
53