Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 120

Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 120
Erfðarannsóknir Hafinn er undirbúningur að stofnun fræreita blágrenis, sitka- grenis og stafafuru. Rannsóknir hafa sýnt að mikil aðlögun að vaxtarskilyrðum kemur fram í af- kvæmum innfluttra trjáa, strax í fyrstu kynslóð. Afkvæmi inn- fluttra trjáa hafa yfirleitt verið of- arlega eða efst f samanburðartil- raunum. Markmiðið er að stofna fræreiti víðar og anna allri eftir- spurn eftir fræi þessara tegunda innan fárra ára. Á árinu var sáð f kvæmatilraun í nýjum tilraunaflokki með teg- undir frá Alaska, Yukon og North- west Territories. Fræið er úr söfn- unarferð sem Norðurlönd stóðu sameiginlega að á árunum 1987- 88, með styrk frá SNS (Samnor- disk skogforskning). Tilraunum með sama efnivið hefur verið plantað út í Noregi, Svíþjóð og Finrilandi. Þetta gefur tilraunun- um aukið fræðilegt gildi þar sem hægt verður að bera saman vöxt og þrif sambærilegs efniviðar í framtíðinni. í fyrstu tilraunina var sáð 33 kvæmum hvítgrenis, 2 af sitkagreni og 2 af sitkabastarði. Kynbætur lerkis hófust á haustmánuðum með vali á úr- valstrjám á Fljótsdalshéraði. Greinar af úrvalstrjám hafa verið græddar á stofna og eru nú í ræktun á Vöglum. Síðar er ætlun- in að örva blómgun með vaxtar- stýrandi efninu gibberellini. Farið var í söfnunarferð til Eld- lands og S.-Chile í samvinnu við Dani og Færeyinga. f ferðinni var safnað um 220 sýnum af fræi, græðlingum og plöntum af um 80 tegundum trjáa og runna. Efniviðnum verður komið í til- raunir á Suðurlandi á næstu árum. Iðnviðarverkefnið skipaði mjög stóran sess í starfinu á árinu 1992. Klónatilraunir með alaska- ösp voru settar út á 28 stöðum um allt land. Hér er um að ræða stærstu tilraun sem sett hefur 118 verið út á vegum Rannsókna- stöðvarinnar. Gróðursettir voru 20 klónar og ætlunin er að gróð- ursetja 18 til viðbótar á árinu 1993. Klónum hefur einnig verið víxlað og ætlunin er að framleiða fræplöntur sem verða undirstaða klónavals eftir 20-30 ár. Ræktunarrannsóknir Ræktunartilraunir sem tengjast iðnviðarverkefninu voru um- fangsmestar á árinu. Sandlækjar- mýri í Gnúpverjahreppi var á árinu eins og fyrr aðaltilrauna- staðurinn. Þar og á Markarfljóts- aurum voru settar út tilraunir með mismunandi plöntugerðir (stiklingar, bakkaplöntur og beð- plöntur) og mismunandi þakn- ingu (plast, heymoð og skít). Einnig var plantað út ösp á Klafastöðum í nágrenni járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga, starfsmenn verksmiðjunn- ar sáu um gróðursetningu. Ætl- unin er að gera þar í framtíðinni ýmsar tilraunir er tengjast lengd ræktunarlotu og tilraunir er tengjast grisjun. Á árinu hófst samnorrænt verkefni með ræktunartækni lerkis. Markmið verkefnisins er að kanna áhrif mismunandi meðferðar við ræktun, á vetrar- herðingu og á vöxt lerkiplantna bæði í gróðrarstöð og eftir út- plöntun. Vefjarækt trjáplantna er liður í starfinu á Mógilsá. Starfið hófst á árinu 1991 með styrk frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur, sem gerði okkur kleift að gera ræktun- artilraunir með birki. Árangur varð mjög góður og nú eru nokk- ur þúsund birkiklónar í fram- haldsræktun. Styrkari stoðum var skotið undir verkefnið með styrk frá Rannsóknasjóði Rannsókna- ráðs ríkisins og um áramót 1992/93 voru starfsmenn verkefn- isins orðnirtveir. Meindýrarannsóknir Sitkalúsin var höfuðviðfangsefni í meindýrarannsóknum á árinu 1992. Rannsóknir sem skipulagð- ar voru í samstarfi við danska og norska aðila hófust með styrk frá SNS og Visindasjóði. Breskur sérfræðingur kom einnig til sam- starfs við sitkalúsarhópinn á ár-. inu og eru miklar vonir bundnar við þetta víðtæka samstarf. Furulúsin hefur sem kunnugt er nánast eytt skógarfuru hér á landi. Lúsin leggst einnig á stafa- furu, en veldur ekki jafnmiklum skaða og á skógarfurunni. Skóg- arfuruleifar voru skoðaðar og einnig var reynt að fá mynd af samspili furulúsar og kvæma stafafuru f mismunandi lands- hlutum. Skemmdir á lerkirótum af völd- um ranabjallna virðast meiri en menn almennt gerðu sér grein fyrir. Við skoðun á sýnum sem tekin voru til greiningar á svepp- rót, vakti það athygli rannsókna- manna að skordýraskemmdir á rótum voru mjög miklar og virt- ust hafa afgerandi áhrif á þrótt plantna. Kannað var tjón á plönt- um í mismunandi gróðurhverf- um. Landgræðsla og vistfræði Með stuðningi Vísindasjóðs og Skógræktarfélags íslands var hægt að ráða aðstoðarsérfræðing til starfa á sviði vistfræðirann- sókna. Viðamesta verkefnið hefur það að markmiði að kanna fræfram- boð birkis á svæðum þar sem það er að nema land og hvaða þættir móta fræframboðið. Skiln- ingur á þessum þáttum er undir- staða árangursrfkra uppgræðslu- aðgerða sem byggjast á sjálf- græðslu birkisins. Á árinu 1991 var gerð úttekt á árangri landgræðsluskóga 1990, með því þrfþætta markmiði að 1) kanna í sumarbyrjun 1991 ástand plantna sem gróðursettar SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.