Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 103

Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 103
EVAG. ÞORVALDSDÓTTIR Garðplöntur fyrir fslenskar aðstæður Garðyrkiuskóli ríkisins stóð fyrir námskeiði um garðplöntur fyrir íslenskar aðstæður í febrúar síðastliðnum. Viðfangsefnið var tvískipt: annars vegar var fjallað um söfnun, próf- anir, kynbætur og úrval á garð- og skógarplöntum og hins vegar um plöntustaðla. Námskeiðið höfðaði til ýmissa aðila sem vinna við trjárækt og þeirra sem nota og skipuleggja trjágróður, en það sóttu m.a. garðplöntu- og skógarplöntuframleiðendur, full- trúar skógræktarfélaga, garð- yrkju- og umhverfisstjórar bæjar- félaga, skrúðgarðyrkjumenn, landslagsarkitektar og rannsókn- armenn innan trjáræktar. Gestur námstefnunnar var Poul Erik Brander, en hann starfar við til- raunastöð Dana í plöntukynbót- um í Árslev á Fjóni. Fjölmörg fs- . lensk erindi voru flutt á nám- skeiðinu, og gáfu þau gott yfirlit yfir það helsta sem verið er að vinna að á þessu sviði hér á landi. Stefnt er að því að gefa út heildarrit um öll erindi nám- skeiðsins í Garðyrkjufréttum Garðyrkjuskóla ríkisins. í þessari grein verður annars vegar fjallað um danskar úrvalsathuganir á trjáplöntum og hins vegar um ís- lenskan plöntustaðal fyrir tré og runna. Úrvalsathuganir f Danmörku hefur frá þvf 1965 verið unnið kerfisbundið að úr- valsathugunum á garðyrkjuplönt- um. Sama úrvalskerfi er fyrir allar garðyrkjuafurðir svo sem potta- plöntur, grænmeti, ávaxtatré og garðplöntur, og hefur Poul Erik Brander unnið brautryðjanda- starf við það að byggja upp úr- valskerfi fyrir tré og runna. Það er alþekkt að trjákenndur garðagróður er mjög mismun- andi milli einstaklinga sömu teg- undar og innan sama yrkis (sort), og hafa ýmsar rannsóknir stað- fest þennan breytileika (Brander 1971, 1980, 1981). Þetta stafaraf því að garðplöntu- og uppeldis- stöðvar hafa notað mismunandi og óþekkta klóna af sömu tegund og marga mismunandi klóna af sama yrkinu. Breytileikinn getur komið fram í ýmsum eiginleikum trjáa og runna, t.d. frost-og vetr- arþoli, vaxtarlagi, næmi fyrir sjúkdómum, vaxtarhraða og þlómgunargetu. Það er því mjög æskilegt að gera yrkja- og klóna- athuganir til þess að velja úr eft- irsóknarverða einstaklinga, sem hægt er í framtíðinni að byggja framleiðsluna á. f þeim tilgangi hafa Danir byggt upp úrvalskerfi sitt (sjá mynd). Yfirumsjón með úrvalsvinn- unni hafa klóna- og frænefndir (Brander 1982). Önnurnefndin sér um úrvalsvinnu með plöntur sem fjölgað er kynlaust og hin með plöntur sem fjölgað er með fræjum. Einstaklingar, stofnanir og samtök garðyrkjumanna og landslagsarkitekta geta komið með uppástungur og ábendingar til klóna- og frænefnda, en það er í höndum nefndanna sjálfra að taka ákvörðun um verkefni og raða þeim í forgangsröð. Mestan forgang fá plöntur sem eru lang- lífar og þær sem gegna sérstæðu hlutverki t.d. skjólbeltaplöntur, SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.