Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 12
öðrum víðiklónum betur í til-
raunum með ræktun víðitegunda
á Markarfljótsaurum (Indriði Ind-
riðason, munnleg heimild) og á
Stjórnarsandi í Skaftárhreppi
(Þorbergur H. lónsson og Krist-
ján Þórarinsson 1990). Af jörfa-
víði eru til 33 klónar úr söfnun
ÓiaVals Hanssonarfrá 1985.
Sumir þeirra virðast harðgerari
en Sandi, og má vera að meðal
þeirra leynist hentugri klónar til
ræktunar á stærra svæði.
Fleiri innfluttar víðitegundir
koma einnig til greina sem land-
græðslutegundir, t.d. bjartvíðir
(Salixcandida Flugge), myrtuvíðir
(Salix myrsinites L.), grænlenskur
rjúpuvfðir (Salix glauca L.) og al-
askavíðir (Salix alaxensis (And-
erss.) Cov.).
Rósategundir (t.d. strandrós,
Rosa nutkana Presl; ígulrós, Rosa
rugosa Thunb.; þyrnirós, Rosa
pimpinellifolia L.; fjaiiarós, Rosa
pendulina L.)
Lítil reynsla er fengin af rósa-
tegundum í landgræðslu, en of-
antaidar eru harðgerar hér á
landi, og gætu nýst við upp-
græðslu jökulsanda, vegna þeirra
eiginleika sinna að þrífast vel í
sandi og fjölga sér ört með rótar-
skotum. Ýmsar rósategundir (t.d.
ígulrós) eru vfða notaðar til að
hefta sandfok meðfram strönd-
um Evrópu og N.-Ameríku
(Krussmann 1986). Strandrós
myndar þykkar breiður meðfram
ströndum Suður-Alaska (Viereck
and Little 1972).
Vísundaber (Shepherdia canadensis
(L.) Nutt.)
Lágvaxinn (allt að 2 m hár),
niturbindandi runni. Nokkuð
algengur í innanverðu Alaska á
þurrum, sólríkum stöðum (t.d. í
suðurhlíðum fjalla og á malarás-
um), á áreyrum nálægt skógar-
mörkum og á stöku stað með-
fram ströndinni (Viereckand
Little 1972). Fáein kvæmi eru til
hérlendis úr Alaskasöfnun Óla
Vals Hanssonar og virðast þau
harðger, a.m.k. sunnanlands.
Silfurblað (Elaeagnus commutata
Bernh.)
Runni, 1-4 m hár, sem vex í
innanverðu Alaska í þurrum suð-
urhlíðum fjalla og áreyrum (Vier-
eckand Little 1972). Niturbind-
andi. Fjölgar sér auðveldlega
með rótarskotum. Lftt reyndur á
bersvæði hér á landi, en hefur
reynst harðger í görðum í sjávar-
plássum á Suður- og Suðvestur-
landi (Auður Oddgeirsdóttir
1992). Erlend reynsla bendirtil
að silfurblað þoli vel salt og sæ-
rok (Krússmann 1986).
Hafþyrnir
(Hippophae rhamnoides L.)
Niturbindandi, harðger, þyrn-
óttur, einkynja runni sem dreifir
sér ört með rótarskotum. Út-
breiddur um stóran hluta Evrópu
og Asíu og vex þar á söndum,
malarásum, aurum og skriðum
(Krussmann 1986). Tegundin hef-
ur reynst öflug við að binda fok-
sand meðfram strönd Norð-
ursjávar. Hafþyrnir af óþekktum
uppruna (sennilega dönskum
eða hollenskum) hefur vaxið á-
fallalaust á ófrjóu landi á
nokkrum stöðum sunnanlands
um tíu ára skeið (Jón Kr. Arnar-
son, munnleg heimild). Nýlega
hefur borist efniviður af norðlæg-
ari uppruna til prófana, m.a. frá
Norður-Noregi (Jón Kr. Arnarson,
Jón Guðmundsson og Halldór
Sverrisson, munnleg heimild).
Kjarrfura (Pinus pumila (Pall.)
Reg.)
Fremur hægvaxta en afar
nægjusamur, harðger, marg-
stofna runni sem getur náð allt
að 6 m hæð. Tegundin er mjög
útbreidd á köldum og áveðra-
sömum stöðum ofan skógar-
marka í Austur-Asíu, og þolir
nokkuð vel særok. Kjarrfura þolir
afar vel snjóþyngsli, því hún
leggst flöt undan snjónum, en rís
aftur þegar snjóa leysir. Reynslan
af ræktun tegundarinnar hér á
landi er iítil, en þeir einstakling-
ar, sem til eru af henni á
nokkrum stöðum sunnanlands,
virðast fullkomlega harðgerir á
bersvæði (Aðalsteinn Sigurgeirs-
son 1991; óbirt gögn).
Fjallafura (Pinus mugo Turra var.
mughus og P. mugo var. pumilio)
Hefur verið hér í ræktun frá því
um aldamótin, m.a. við Rauða-
vatn, ofan Reykjavíkur. Fjallafura
er hægvaxta en nægjusöm, vind-
þolin og nokkuð saltþolin. Hún
bregst við snjóþyngslum á sama
hátt og runnafura. Var mikið not-
uð við uppgræðslu jósku heið-
anna í upphafi aldarinnar, en
hefur lítið verið beitt í þeim til-
gangi hérlendis. Mun e.t.v. helst
gagnast við ræktun á hálfgrónu
mólendi til þess að styrkja gróð-
urhuluna, fremur en til upp-
græðslu fok- eða jökulsanda.
Þakkarorð
Við þökkum Árna Bragasyni, Ásu
L. Aradóttur, Hauki Ragnarssyni
og Sigvalda Ásgeirssyni fyrir yfir-
lestur handrits.
10
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993