Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 78
Úr sveigfuruteignum, sem gróður-
settur var við Króklæk á Hallormsstað
árið 1937.
Mynd: S.Bl., 07-04-90.
Sveigfurur, sem standa við Akurgerði
á Hallormsstað. Nokkur lítil tré voru
tekin með hnaus úrteignum við
Króklæk um 1965 og gróðursett þarna
í góðan móajarðveg. Húsdýraáburður
var settur kringum hnausinn. Trén
voru nokkur ár að ná sér eftir flutning-
inn, en dafna nú ágætlega, eins og
myndin sýnir.
Mynd: S.Bl., 29-08.-91.
Næst er sáð á Hallormsstað
árin 1968, 1969 og 1971, 1.000 g í
hvert skipti f 2 og 3 m2. Árið 1971
eru dreifsettar þar 1.100 plöntur
og fyrst afhentar úr stöðinni þar
700 plöntur árið 1974. Satt að
segja reyndist tegundin ótrúlega
erfið í uppeldi, svo að samkvæmt
skýrslunum virðist mjög lítið
hafa komist lifandi úr stöðvun-
um. Það er því ekki að undra,
þótt fáir þekki þessa tegund hér á
laridi.
Eiginleikar
Sveigfuran hefir 5 nálar í knippi
og minnir í fljótu bragði á lindi-
furu (Pinus cembra L.), en nálarnar
eru styttri, stinnari og með blá-
leitari litartón. Börkurinn ersilf-
urgrár, sléttur og dálítið gljáandi.
Sveigfuran erákaflega ljóskær
trjátegund, svo að gæta þarf þess
vel að hafa ekki þéttan skóg yfir
henni í æsku.
Könglarnir á furunum á Hall-
ormsstað eru 10-15 cm langir.
Það eru engar harpix-útfellingar
á þeim, og henta þeir því mjög
vel í skreytingar.
Sveigfurugreinar eru einstak-
lega vel fallnar til skreytinga og
nálarnar sitja mjög lengi í sprot-
unum. Sveigfuran er afburðafag-
urt jólatré.
Viðurinn er hvítur og ekki með
sýnilegum harpix-kjarna.
Furulúsin (Pineus pini) snertir
ekki við sveigfuru frekar en öðr-
um 5-nála furum.
Engir sveppasjúkdómar hafa
hrjáð hana enn sem komið er á
Hallormsstað.
76
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993