Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 26
komið fyrir, tveim eða þrem eftir
hæð og umfangi trés. Stoðirnar
skulu hafðar eins nálægt trénu
og hnausinn leyfir, og áður en
tréð er sett í holuna skal tryggja
að stoðirnar séu vel fastar í jörð-
inni og komi að gagni á vinda-
sömum dögum. Tré sem eru orð-
in 5-6 m á hæð og þaðan af
hærri þarf að líkindum að setja
stög á og festa við jörðu nokkuð
frá trénu.
Flest tré skal gróðursetja í
sömu dýpt og þau stóðu áður.
Gera verður ráð fyrir jarðsigi
a.m.k. 20%-25%. Það merkir að ef
undir hnaus er losaður um BO cm
þykkur jarðvegur er viðbúið að
plantan sígi vegna eigin þunga
um 6-8 cm. En það fer eftir jarð-
vegsgerð og hversu loftríkur jarð-
vegurinn er eftir losun. Ef trén
eru gróðursett of djúpt er hætta
á að börkur við rótarháls rotni.
Vfðitegundir og aspir eru gróður-
settar dýpra en þær stóðu áður,
ástæðan er að plönturnar búa
yfir þeim eiginleikum að geta
myndað nýjar rætur á stofninum
er undir jarðveg fer. Dæmi eru
um að 6 m aspir hafi verið gróð-
ursettar 80 cm dýpra en þær
Mörgum þykir fengur í að hefja ræktun
í nýjum görðum með gróðursetningu
hárra trjáa.
stóðu áður, með góðum árangri.
Sá kostur fylgir þegar gróðursett
er dýpra að plönturnar fá betri
festu í jarðveginum. Minni tré
eru að jafnaði gróðursett
grynnra.
Þegar plöntunni hefur verið
komið fyrir í miðri holu, er losað
um strigann, en ekki þarf endi-
lega að fjarlægja hann, einungis
ef hnausinn hefur verið vafinn
með gerviefnum.
Mokað er moldu að rótum og
þess gætt að fylla öll holrúm. Á
hverja 40 cm sem mokaðir eru að
hnaus skal stíga létt ofan á mold-
ina, að öðrum kosti er hætta á að
hún verði of þétt, loft nær þá ekki
að komast að rótum, en öndun á
sér þar stað eins og f öðrum
plöntuhlutum.
Plantan skal standa bein og
hafa nægilega festu svo toga
megi létt í hana. Vökva skal vel
eftirað moldinni hefurverið
komið fyrir og þess gætt að vatn-
ið skili sér sem jafnast ofan í
jarðveginn. Til að væta jarðveg
kringum hærri tré þarf a.m.k.
50-100 lítra vatns. Varast skal að
ofvökva trén, jarðvegurá ekki að
vera vatnsósa, hann á að vera
rakur, annars er hætta á að
plönturnar „drukkni". Framræsla
þarf því að vera góð.
Gott er að setja sand ofan á
jarðveginn umhverfis plöntuna
til að hindra ofþornun og skorpu-
myndun.
Ganga skal frá festingum milli
trés og stoða og er mikilvægt að
þær skemmi ekki börk. Það er
erfitt að segja um hversu lengi
trén þurfa stuðning en það getur
verið frá einu ári upp í 3-4, jafn-
Það getur verið spennandi að breyta
berangri í skjólsælan lund á stuttum
tíma með flutningi hárra trjáa.
24
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993