Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 110
MINNING
Einar var fæddur að Skammadals-
hóli í Mýrdal, einkasonur þeirra
Halldóru Gunnarsdóttur (f. 20.11.
1873 f Gunnarsholti, d. 20.10. 1969)
og Einars Þorsteinssonar (f. 17.12.
1871 í Skammadal, d. 30.03. 1966)
er bjuggu á Skammadalshóli. Þar
ólst Einar upp við hefðbundin
sveitastörf. Ungurað árum lenti
hann í erfiðum veikindum og mun
hann aldrei hafa náð sér að fullu
eftir þau. Snemma kom í ljós hjá
Einari áhugi fyrir náttúru landsins
en sá áhugi átti sfðan eftir að verða
að hugsjón eða hjartans máli.
Árið 1943 kvæntist Einar eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Steinunni
Stefánsdóttur frá Kálfafelli í Fljóts-
hverfi, hinni mikilhæfustu konu,
sem studdi hann eftir megni og
hlúði að áhugamálum hans. Þau
Einar og Steinunn tóku við búi á
Skammadalshóli af foreldrum
hans. Og þar bjuggu þau alla tfð
meðan heilsan entist eða þar til
þau fluttu á Dvalarheimilið Hjalla-
tún í Vfk 1990.
Með Einari H. Einarssyni er
genginn sérstæður persónuleiki,
sem skipaði sér í sveit hinna fær-
Einar Halldór
frá Skammadalshóli
16. apríl 1912-7. okt. 1992
ustu háskólagengnu vísindamanna
í jarð- og náttúrusögu. Einkum var
Mýrdalurinn og nærsveitir honum
hugleikinn rannsóknarvettvangur.
Engrar menntunar naut Einar á
þessu sviði annarrar en lestrar
þeirrar stóru bókar sem mörgum
hefur reynst notadrjúg og traustur
og haldgóður skóli. Það var svo
með Einar Halldór eins og ótal
marga bændur á íslandi að þótt
hann settist að á föðurleifð sinni
og gerði búskapinn að ævistarfi þá
var hugurinn oft á öðru sviði. En
víst er það svo að búskapnum fylg-
ir visst frjálsræði innan ákveðinna
marka og einmitt þetta frjálsræði
nýtti Einar sér til vísindaiðkana
sinna. Það var fátt í ríki náttúrunn-
ar sem hann lét sér óviðkomandi
og á flestum þessum sviðum var
hann ótrúlega vel heima. En eins
og sagt hefur verið, er enginn spá-
maður í sínu föðurlandi, og víst á
það við nokkur rök að styðjast. Þeir
voru víst ekki margir sveitungarnir
hér fyrr á árum sem höfðu trú á
þessum vísindaathugunum hans
eða fannst þær einhvers virði. Það
var ekki fyrr en hin síðari ár sem
Einarsson
Einar var almennt viðurkenndur
sem vísindamaður á þessu sviði.
Jarðfræði Mýrdalsins og nærsveita
var Einari mikið rannsóknarefni.
Hann gat nánast lesið sögu liðinna
alda sem af bók væri úr jarð-, ösku-
og vikurlögum á svæðinu og gat
tímasett löngu liðin eldgos af ótrú-
legu öryggi.
Fyrir allmörgum árum var settur
upp jarðskjálftamælirá Skamma-
dalshóli. Þennan mæli önnuðust
þau Einar og Steinunn af mikilli
kostgæfni og alúð og var hann
fluttur með þeim á Hjallatún þar
sem þau sáu um hann áfram. Það
var til þess tekið hversu Einar gat
spáð fyrir um framvindu jarðhrær-
inga með aðstoð mælisins. Til
gamans má geta þess að þegar
gaus í Heimaey sagði hann fyrir
um þetta gos með ótrúlegri ná-
kvæmni og skaut þar ref fyrir rass
lærðum jarðskjálftafræðingum.
Einar hafði ákveðnar skoðanir á
myndun mýrdælsku fjallanna, t.d.
Dyrhólaeyjar, og hafa þær skoðanir
hans ekki verið hraktar ennþá.
Hann var áhugamaður um skóg-
rækt og sat lengi í stjórn Skógrækt-
108
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993