Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 84
4. Skógarfura í Kjarnaskógi, Eyjafirði.
Framan við hana má sjá sjálfsána
plöntu. Mynd: A.S.
sagði. í þessum vaxullarhnoðrum
hafast lýsnar við allan ársins
hring, þó koma fram vængjuð dýr
á sumrin, sem yfirgefa hreiðrið
og dreifast um allan skóg, eink-
um með vindi sem lítilla skor-
dýra er háttur. Að vetrinum liggja
lýsnar í dvala á ýmsum gyðlustig-
um, á berki eða við rætur nála,
yfirleitt á yngstu sprotunum
(Steffan 1972). í Bretlandi lýkur
dvala seinni part vetrar, þroskun
ungviðisins lýkur og varp hefst
seinni hluta mars. Gyðlurnar,
sem skríða úr þeim eggjum,
skríða út á nýju sprotana og
þroskast ýmist í vængjuð dýr eða
óvængjuð. Vængjuðu dýrin fljúga
yfir á greni og enda þar í blind-
götu eins og áður segir (Carter
1971) . Vænglausu lýsnar verpa á
ný á furu og úr þeim eggjum
koma einnig vængjuð og óvængj-
uð dýr. Þessi vængjuðu dýr fljúga
aftur á móti yfir á furur og sjá
þannig um dreifinguna. í Þýska-
landi er þó ekki árvisst að þessi
dýr nái að þroska egg og verpa
að haustinu (Steffan 1972). Er
því óvíst hverja þýðingu þessi
dreifing hefur þar f raun og þess
þá heldur hér. Hér á landi er sfð-
sumarflug furulúsar um mánaða-
mót júlf-ágúst þekkt (|ón Gunnar
Ottósson 1988) en ekki ervitað
til þess að vart hafi orðið við vor-
fiug.
Dreifing: Upprunaleg heimkynni
furulúsareru sá hluti Evrópu,
sem hefur verið vaxinn skóg-
arfuru frá fornu fari (Steffan
1972) . Hún hefur nú dreifst víða
um heim. Meðal annars til Eyja-
álfu, Ameríku og Afrfku. Hún
finnst einnig víða á svæðinu
kringum Svartahaf og Kaspíahaf.
Hún barst til Kenýa 1962, senni-
lega með ungplöntum af flæðar-
furu (Pinus taeda L.) frá Ástralíu.
Árið 1974 var hún útbreidd um
öll helstu skógræktarsvæði Afríku
og leggst á nær allar innfluttar
tveggja nála furur (Barnes o.fl.
1976). Til Tanzaníu kom hún að
öllum Ifkindum með ungplönt-
um, sem fluttar voru frá Ástralíu
um Kenýa 1964 (Madoffe og
Austará, f handriti).
Sjúkdómseinkenni og tjón: Furu-
lús tekur til sfn næringu úr sáld-
æðum trjánna, líkt og sitkalús.
Einkennin á smituðum trjám eru
vel kunn. Allt frá því að vera smá-
vægilegir vaxullarhnoðrar við
rætur nálapara og upp í það að
stofn og greinar séu nær alhvft af
lús og finnst hún þá jafnvel á
sjálfum nálunum (Bakke 1961).
Hún ieggst fyrst og fremst á
ung tré (allt að mannhæðar há),
enda þrffst hún ekki á grófum
berki. Miidir vetur og þurr sumur
virðast henta henni best (Eid-
mann 1976). Hérá landi hafa
menn einnig veitt því eftirtekt að
lúsin er mest hlémegin á trjánum
og ef um eldri tré með þykkum
berki er að ræða, þá leggst hún í
rastir í sprungur á berkinum
(Ágúst Árnason, munnlegar upp-
lýsingar). Þetta kemureinnig
heim og saman við það að stofn
82
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993