Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 81
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON
OG
AÐALSTEINN SIGURGEIRSSON
Hugleiðing um
samvistir
skógarfuru og
furulúsar á íslandi
Inngangur
Árin eftir lok síðari heimsstyrj-
aldarvoru íslenskri skógrækt um
margt hagfelld. Efnahagur þjóð-
arinnar hafði stórbatnað og þar
með vilji og geta einstaklinga, fé-
laga og opinberra aðila til skóg-
ræktar. Samgöngur við önnur
lönd bötnuðu mjög á þessum
árum, en þær skiptu sköpum í
sambandi við fræöflun til skóg-
ræktar. Samtímis fórárangur
fyrstu tilrauna með ræktun inn-
fluttra barrtrjátegunda að koma í
Ijós, árangur sem var betri en
menn höfðu þorað að vona. Á ár-
unum frá stríðslokum fram til
1963 ríkti því mikil bjartsýni og
framkvæmdagleði. Á þessum
árum bundu menn miklarvonir
við skógarfuru (Pinus sylvestris L.),
enda margt sem mælti með því
að tegundin væri vænleg til skóg-
ræktar hér á landi. Tegundin vex
meðfram allri Noregsströnd, allt
norður fyrir 70. gráðu norðlægrar
breiddar. Tegundin var og er auð-
veld í uppeldi hér heima og talin
nægjusöm á jarðveg og sumar-
hita. Auk þess var auðvelt að fá
ungplöntur úr norskum gróðrar-
stöðvum, en sá innflutningur átti
raunar eftir að draga mikinn dilk
á eftir sér. Á árunum 1947-1961
er talið að samanlagt hafi farið
um tvær milljónir skógarfuru-
plantna í jörð á vegum skógrækt-
arfélaga og Skógræktar ríkisins
(|ón Gunnar Ottósson 1988).
f lok þessa tímabils riðu yfir
tvö stóráföll sem áttu eftir að
draga tímabundið úr sóknarhug
íslenskra skógræktarmanna.
Annað var aprílhretið 1963, sem
olli stórfelldu tjóni á trjám
margra innfluttra tegunda á land-
inu sunnan- og vestanverðu
(Haukur Ragnarsson 1964). Hitt
áfallið stafaði af því að með
plöntum úr norskum gróðrar-
stöðvum barst hingað furulús
(Pineus pini Gmelin). Furulúsin
átti á fáum árum eftir að stráfella
flesta skógarfurulundi sem þá
voru að vaxa upp víða um land
(Jón Gunnar Ottósson 1988; Sig-
urður Blöndal 1977).
Grein þessari er ætlað að varpa
ljósi á þennan umdeilda kafla f
skógræktarsögu íslands, leita
hugsanlegra skýringa á skjótri
hnignun skógarfurunnar í kjölfar
tilkomu furulúsar, og gefa stutt
yfirlit yfir ástand þeirra skóg-
arfurulunda sem enn er að finna
víða um land.
Skógarfura
Skógarfura er útbreiddust allra
furutegunda (Mirov 1967). Frá
vestri til austurs nær útbreiðslu-
svæði hennar frá Skotlandi til
Kyrrahafsstrandar Síberíu, en frá
norðri til suðurs frá Norður-Nor-
egi (á 70°29’ n. br.) til Spánar (á
37° n. br.). Eins og vænta má hjá
svo útbreiddri tegund, er mikill
útlitsmunur til staðar meðal
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
79