Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 48
Innflutningur jólatrjáa 1991 og 1992
1991 1992
Nordmannsþinur (Abies nordmanniana) 25.170 24.820
Eðalþinur (Abies procera = A.nobilis) 240
Rauðgreni (Picea abies) 58 154
ALLS: 25.228 stk. 25.214 stk.
Tölurnar eru fengnar úrþeim vottorðum sem komu til plöntueftirlits
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins til áritunar.
vægilegt magn af öðrum þjóðum.
Hefur innflutningur trjáa og
greina aukist mjög síðustu ár og
hefur hann meira en tvöfaldast
frá árinu 1970.'9
Á grafinu hér fyrir neðan má
sjá að innflutningur trjáa og
greina var um 100 tonn árið 1970
en var orðinn liðlega 250 tonn
1991 (tölurnar eru fengnar úr
verslunarskýrslum Hagstofunn-
ar).
Innflutningurinn var lengst af
eingöngu rauðgreni en var síðan
bannaður á trjám undir 8 metr-
um vegna sjúkdómahættu. Jókst
þá innflutningur á nordmannsþin
stórlega og samhliða því lækkaði
verð á honum. f dag er nær ein-
göngu fluttur inn nordmannsþin-
ur en einungis smávægilegt af
öðrum tegundum.
í dag er í gildi reglugerð sem
bannar innflutning á rauðgreni
undir 8 metrum og stafafuru, en
leyfir innflutning á nordmanns-
þin, svo fremi sem hann uppfylli
heilbrigðiskröfur. Þetta bann er f
gildi til að hindra það að hingað
til lands berist sjúkdómar eða
meindýr sem gætu valdið
skemmdum á þeim tegundum
sem við notum í skógrækt hér-
lendis. Nordmannsþin höfum við
ekki getað ræktað hérlendis og
aðrar þintegundir f mjög litlum
mæli og því nær reglugerðin ekki
til hans.
Á jólatrjám er nú 30% tollur.
Hann varð mest 100%, en hefur
farið smám saman lækkandi und-
anfarin ár. Þessi tollurgæti lækk-
að við inngöngu fslands í Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES)
sem ætti að leiða til verðlækkun-
ar innfluttu trjánna og þvf herða
róður okkar í samkeppninni.
Hvað við kemur sjúkdóma- og
meindýrahættu, tel ég að hafa
þurfi afar góðar gætur á innflutn-
ingi jólatrjáa. Til innfluttra
jólatrjáa getum við rakið eina
verstu skordýraplágu sem nú
herjar á fslenska skógrækt,
sitkalúsina (Elatobium abietinum),
sem hefur valdið miklum
skemmdum á grenitrjám víða um
land. Um innflutning hennarseg-
ir )ón Gunnar Ottósson skordýra-
fræðingur í Ársriti Skógræktarfé-
lags íslands 1985: „Líklega hefur
sitkalúsin borist til landsins með
jólatrjám frá Danmörku."
Einnig benda hjónin Helga og
prófessor Finn Roll-Hansen á
þær hættur sem innflutningur
jólatrjáa geti haft f för með sér í
grein f Ársriti Skógræktarfélags
fslands 1972-73. Þau hjónin
starfa við trjásjúkdómadeild
norsku Skógtilraunastofunnar.
Þau segja: „Rótarsældan veldur
jafnmiklu tjóni á skógartrjám í
Noregi og allir aðrir sníkjusvepp-
ir til samans. Hún sýkir allar
barrviðartegundir og illkynjaðast-
ur er innfúinn í grenivið. Lauftré
sleppa heldur ekki við rótarsæld-
una.
Fullyrt er, að rótarsældan geti
borist með smáplöntum. Inn-
flutningurá jólatrjám býður
einnig hættunni heim." Og síðar í
greininni segja þau: „f Noregi er
ekki leyfður innflutningur barr-
trjáa frá löndum utan Evrópu.
Við álítum, að á sama hátt ætti
að banna innflutning á barrtrjám
til íslands (einnig jólatrjám) alls
staðar að.“ Þessa skoðun þeirra
hjóna þarf að athuga gaumgæfi-
lega þvf þarna benda þau á, að
vá sé fyrir dyrum, ef við höldum
áfram að flytja inn jólatré.
Innflutningur jólatrjáa (án rótar) og jólagreina
2
Z3
Z
Z
o
<
2
300
250
200
150
100
50
0
■
11111111111 mnmm 1111 n ii 11111111111111
C\l(0'fK)(OSOOfflOi-Nn^lOfflNOO»OT-wnííll)(DNOOO)0
(DO(D(D(D(0(0(0SNNSNNNSSNœH)ffl(0(0C0C0MC0æ0)
0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0)0^0)00)0)0)0)0)0)0)
Tölurnar eru fengnar úr verslunarskýrslum Hagstofunnar.
ÁR
46
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1993