Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 105

Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 105
1-4. Söfnun á plöntum með eftirsótta eiginleika, aðallega frá garðpiöntuframieiðendum. 5. Plöntur ræktaðar við eins skilyrði. 6-7. Mikilvægir eiginieikar plantna metnir og mældir. 8. Bestu klónar vaidirtil áframhaidandi rannsókna. 9-12. Leitað að bakteríu-, sveppa- og veirusjúkdómum. 13. Vai á heilbrigðum plöntum. 14-15. Veiruræktun. 16. Sjúkdómahreinsun með vefjarækt (örfjölgun). i 7-20. Enn frekari ieit að sérstökum sjúkdómum. 21. Kjarnaplanta er valin og sett í einangrun. 22. Kjarnaplöntu fjölgað með græðiingum sem ræktaðir eru á úrvaisstöð. 23-26. Afkvæmi úrvalsplöntunnar seid tii garðplöntuframleiðenda. klónum er eytt. Kjarnaplantan er sett í einangrun í gróðurhúsi og nauðsynlegar athuganir eru gerð- ar, t.d. stökkbreytingaathuganir. Hinni útvöldu kjarnaplöntu er fjölgað með græðlingum og þeim komið fyrir f úrvalsstöð Dana í Lunderskov á Suður-Jótlandi (mynd 1). Kjarnaplöntunni er viðhaldið á úrvalsstöðinni, hún er notuð sem móðurplanta fyrir úrvalsplöntur viðkomandi teg- undar eða yrkis. Kjarnaplöntunni er gefið nafn samkvæmt alþjóð- legum nafnareglum og er lýst í ýmsum fræði- og garðyrkjuritum, þar sem lögð er áhersla á eigin- leika, stærð og notagildi. Græðlingar eða fræ af úrvals- plöntu eru seld á úrvalsstöðinni til garðplöntuframleiðenda. Þessar plöntur eru sérstaklega auðkenndar sem úrvalsplöntur fyrir danskar aðstæður og og fá aftan við fræðiheiti sitt auðkenn- ið DAFO (Dansk forskning). Tæp- lega 200 yrki af DAFO plöntum eru nú þegar á markaðinum í Danmörku (Brander 1990). Plöntustaðall fslenskur staðall er staðall sem hefur verið staðfestur af Staðla- ráði fslands (STRÍ). Staðall er sérstakt opinbert skjal sem bygg- ist á sameiginlegum sjónarmið- um hagsmunaaðila. Hverjum og einum er frjálst hvort hann notar staðal eða ekki. Hagsmunaaðilar eru með öðrum orðum ekki skyldugir til þess að nota staðal, og þvf er staðall ekki það sama og reglugerð. Staðlaráð íslands samþykkir vinnu við það að leggja drög að staðli. Undirbúningsvinnan er í umsjón Staðlaráðs en hún er unnin af nefnd skipaðri helstu hagsmunaaðilum t.d. fulltrúum frá framleiðendum, seljendum, neytendum og opinberum aðil- um. Lokadrög nefndarinnar eru send Staðlaráði til umfjöllunar. Það er staðfestingarnefnd Staðlaráðs sem fer vandlega yfir lokadrögin og gætir þess sérstak- lega að allra hugsanlegra hags- muna sé gætt. Staðall er síðan staðfesturaf Staðlaráði fslands, sem einnig sér um útgáfu á hon- um. Unnið er að þvf að samræma landsstaðla aðildarríkja EB og EFTA og semja Evrópustaðla. Aðildarríki EB og EFTA eru skyldug til þess að innleiða Evr- ópustaðla í sínu heimalandi og nema úr gildi sína gömlu lands- staðla. Fyrir íslands hönd sér Staðlaráð fslands um þessa sam- ræmingarvinnu. Enginn Evrópu- staðall um plöntuframleiðslu er til. Félag garðplöntuframleiðenda, Skógræktarfélag íslands og Skóg- rækt ríkisins létu í sameiningu vinna að gerð plöntustaðals fyrir tré og runna, og 1985 voru samin ófullgerð drög að plöntustaðli (Garðar R. Árnason 1985). Sumar garðplöntustöðvar hafa stuðst við fyrrnefnd drög að plöntu- staðli. Þá hafa sumar gróðrar- stöðvar innan skógræktar eða garðplönturæktar notað sinn eig- in plöntustaðal, einnig hafa verið gerðir sérstakir plöntustaðlar vegna útboða. íslenskur plöntu- staðall samþykktur af Staðlaráði fslands er ekki til, hvorki fyrir garðplöntur né skógarplöntur. ÓlafurS. Njálsson fagdeildar- stjóri Garðyrkjuskóla ríkisins lagði áherslu á það að plöntu- staðall hefði ótvfrætt gildi fyrir framleiðendur, skipuleggjendur og neytendur. Plöntustaðall sam- ræmir betur framleiðsluaðferðir framleiðenda, gerir framleiðslu- stýringu markvissari og auk þess verða meiri möguleikar á sér- hæfðri framleiðslu. Plöntustaðall er einnig ákveðin vernd fyrir neytendur og auðveldar þeim verðsamanburð. Katrín Ásgrímsdóttir, ræktun- arstjóri Skógræktar ríkisins á Hallormsstað, benti á mikilvægi þess að ýmsir aðrir eiginleikar plantna en útlitið geti ákvarðað gæði þeirra. Útlitseiginleikar hafa til langs tíma verið settir á odd- inn við val á góðum plöntum, en í ljós hefur komið að það getur verið mjög misvísandi hvað varð- ar gæði. Aðrir mikilvægir eigin- leikar skógarplantna fyrir utan útlit eru t.d. brumhvíld, ástand róta og vaxtarrými. Á sfðustu árum hefur mikil aukning orðið í framleiðslu á skógarplöntum. Afföll eftir útplöntun geta því valdið verulegu fjárhagslegu tapi, og því er nauðsynlegt að auka eftirlit með gæðum plöntunnar. Full ástæða er til þess að flýta sem mest gerð plöntustaðals fyrir fslenskar aðstæður og auka þar með.kröfur til ræktenda skógarplantna. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.