Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 86

Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 86
stofninn jafnan á regntímanum (mars til maí), en nær sér upp á þurrkatímanum (Mailu m.fl. 1980). Til Austur-Afríku var flutt inn skortítu-tegund frá Pakistan 1982-83, Tetraphleps raoi Ghauri (Hemiptera, Anthocoridae), sem étur egg og nýfæddar gyðlur furulúsar. Þetta hefur þó ekki lukkast sem skyldi, ef til vill vegna þess að of litlum stofni rándýrs hefur verið sleppt (Madoffe, munnleg heimild). Skoðunarferðir vorið 1993 Vorið 1993 fóru höfundar í leið- angra í nokkra reiti vfðs vegar um iand og huguðu að „skógarfuru- leifum". Tilgangur leiðangranna var tvíþættur. Annar var sá, að kanna ástand þeirra skógarfuru- trjáa sem lifað hafa af árásir furulúsar undanfarna áratugi, og að sjá hvort staðfesta mætti frá- sagnir um að vfða um land væri skógarfuran búin að hrista af sér lúsina og sums staðar orðin „aft- urbata" (ýmsir, munnlegar heim- ildir). Hinn var sá að safna köngl- um af lifandi trjám og afla þannig efniviðar sem nota mætti til at- hugana á því, hvort greina megi mótstöðuafl gagnvart furulús hjá fyrstu kynslóð „íslenskrar" skóg- arfuru. Fyrsti viðkomustaður var Norð- tunguskógur í Borgarfirði. Þar var plantað um 155.000 skógarfurum á árunum 1950 til 1957 (Haukur Ragnarsson, skógarvörður Vest- urlands, munnleg heimild). Þar reyndist vera vfða að finna skóg- arfurutré sem báru merki um fyrri ágang furulúsar. Flest trjánna voru þó orðin lúslaus og sum afar hraustleg að sjá. Sum þess- ara trjáa báru köngla. Hæsta fur- an reyndist vera 4,25 m að hæð. 6. Hæsta skógarfuran við lökullæk á Hallormsstað. Hæð: 8,25 m (plantað 1953). Mynd: A.S. Birgir Hauksson, verkstjóri hjá Skógrækt ríkisins á Vesturlandi, telur erfitt að slá tölu á fjölda skógarfura sem enn eru á lífi í Norðtunguskógi, en telur þær gætu numið þúsundum (munn- leg heimild). Á Stálpastöðum f Skorradal var plantað alls um 34.000 skógarfur- um á árunum 1953-1957, og voru flestar þeirra upprunnar í Troms- fylki f Norður-Noregi. Af upplýs- ingum úr spjaldskrá Ágústs Árna- sonar, skógarvarðar f Hvammi, má ráða að þrif og afföll af völd- um lúsarinnar hafi verið afar mis- jöfn eftir reitum, en ekki virðist áberandi munur eftir kvæmum. f sumum reitum eru afföll skóg- arfuru yfir 90%, en í einum reitn- um innan við 40%. í síðarnefnd- um reit var skógarfuru frá Troms- fylki plantað árið 1954. Þar er nú að finna bestu skógarfururnar á Stálpastöðum. Eru sum trjánna um 5-6 m á hæð og allvöxtuleg (Ágúst Árnason, upplýsingar í bréfi dags. 24/5 1993). í Háafellsreit austan Stálpa- staða í Skorradal voru gróður- settar skógarfurur frá Tromsfylki árið 1938. Nú lifa innan við 100 tré, en hin dóu flest af lús á sjötta og sjöunda áratugnum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að stemma stigu við lúsinni með 84 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.