Skógræktarritið - 15.12.1993, Qupperneq 86
stofninn jafnan á regntímanum
(mars til maí), en nær sér upp á
þurrkatímanum (Mailu m.fl.
1980).
Til Austur-Afríku var flutt inn
skortítu-tegund frá Pakistan
1982-83, Tetraphleps raoi Ghauri
(Hemiptera, Anthocoridae), sem
étur egg og nýfæddar gyðlur
furulúsar. Þetta hefur þó ekki
lukkast sem skyldi, ef til vill
vegna þess að of litlum stofni
rándýrs hefur verið sleppt
(Madoffe, munnleg heimild).
Skoðunarferðir vorið 1993
Vorið 1993 fóru höfundar í leið-
angra í nokkra reiti vfðs vegar um
iand og huguðu að „skógarfuru-
leifum". Tilgangur leiðangranna
var tvíþættur. Annar var sá, að
kanna ástand þeirra skógarfuru-
trjáa sem lifað hafa af árásir
furulúsar undanfarna áratugi, og
að sjá hvort staðfesta mætti frá-
sagnir um að vfða um land væri
skógarfuran búin að hrista af sér
lúsina og sums staðar orðin „aft-
urbata" (ýmsir, munnlegar heim-
ildir). Hinn var sá að safna köngl-
um af lifandi trjám og afla þannig
efniviðar sem nota mætti til at-
hugana á því, hvort greina megi
mótstöðuafl gagnvart furulús hjá
fyrstu kynslóð „íslenskrar" skóg-
arfuru.
Fyrsti viðkomustaður var Norð-
tunguskógur í Borgarfirði. Þar var
plantað um 155.000 skógarfurum
á árunum 1950 til 1957 (Haukur
Ragnarsson, skógarvörður Vest-
urlands, munnleg heimild). Þar
reyndist vera vfða að finna skóg-
arfurutré sem báru merki um fyrri
ágang furulúsar. Flest trjánna
voru þó orðin lúslaus og sum
afar hraustleg að sjá. Sum þess-
ara trjáa báru köngla. Hæsta fur-
an reyndist vera 4,25 m að hæð.
6. Hæsta skógarfuran við lökullæk á
Hallormsstað. Hæð: 8,25 m (plantað
1953). Mynd: A.S.
Birgir Hauksson, verkstjóri hjá
Skógrækt ríkisins á Vesturlandi,
telur erfitt að slá tölu á fjölda
skógarfura sem enn eru á lífi í
Norðtunguskógi, en telur þær
gætu numið þúsundum (munn-
leg heimild).
Á Stálpastöðum f Skorradal var
plantað alls um 34.000 skógarfur-
um á árunum 1953-1957, og voru
flestar þeirra upprunnar í Troms-
fylki f Norður-Noregi. Af upplýs-
ingum úr spjaldskrá Ágústs Árna-
sonar, skógarvarðar f Hvammi,
má ráða að þrif og afföll af völd-
um lúsarinnar hafi verið afar mis-
jöfn eftir reitum, en ekki virðist
áberandi munur eftir kvæmum.
f sumum reitum eru afföll skóg-
arfuru yfir 90%, en í einum reitn-
um innan við 40%. í síðarnefnd-
um reit var skógarfuru frá Troms-
fylki plantað árið 1954. Þar er nú
að finna bestu skógarfururnar á
Stálpastöðum. Eru sum trjánna
um 5-6 m á hæð og allvöxtuleg
(Ágúst Árnason, upplýsingar í
bréfi dags. 24/5 1993).
í Háafellsreit austan Stálpa-
staða í Skorradal voru gróður-
settar skógarfurur frá Tromsfylki
árið 1938. Nú lifa innan við 100
tré, en hin dóu flest af lús á
sjötta og sjöunda áratugnum,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að
stemma stigu við lúsinni með
84
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993