Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 28

Skógræktarritið - 15.12.1993, Blaðsíða 28
ÞRÖSTUR EYSTEINSSON Kynbætur lerkis á íslandi Inngangur Hægt er að kynbæta tré, eins og aðrar nytjaplöntur, með því að velja einstaklinga með ákjósan- lega eiginleika, víxla og prófa síðan afkvæmin, en þau ættu að vera jafnokar foreldranna að meðaltali og sum þeirra mun betri. Með vali úr afkvæmahóp- unum, víxlun meðal þeirra o.s.frv. má bæta eiginleikana enn frekar með hverri kynslóð. Áhuga- verðir eiginleikar trjáa sem hægt er að hafa áhrif á með kynbótum eru m.a. vaxtarlag (lögun bols og krónu, greinarhorn, þéttleiki og gildleiki greina), vaxtartfmi, vaxt- arhraði, eðlisþyngd viðar og við- nám gegn sjúkdómum og skor- dýrum (Zobel ogTalbert 1984). Miklar vonir eru bundnar við rússalerki (Larixsibirica Ledeb.) sem nytjatré framtfðarinnar á fs- Iandi. Allmörg kvæmi hafa verið reynd, flest upprunnin frá tveim- ur svæðum í Rússlandi. Lerki frá Arkhangelskhéraði og Úralfjöll- um höfum við kallað rússalerki og hefur það stundum gengið undir nafninu Larix sukaczewii, en lerki frá Altaifjöllum og svæðinu þar í grennd kallast sfberíulerki. Hentugt er fyrir okkur að að- greina rússa- og síberíulerki, en munurinn sem við sjáum á þeim er vegna mism.unandi uppruna, ekki vegna þess að um tegunda- mismun sé endilega að ræða í lfffræðilegum skilningi. Reynslan er sú að lerki ættað frá Arkhan- gelskhéraði er beinvaxnara og verður sfður fyrir frostskemmd- um og átuskemmdum en lerki ættað frá Altaifjöllum, sem getur þó líka verið fallegt (Arnór Snorrason 1987). Nytjaskógrækt, t.d. til borðvið- arframleiðslu, krefst þess hvort tveggja að trén séu tiltölulega fljótvaxin (sem lerki er) og að til- tölulega hátt hlutfall trjánna í skóginum séu beinvaxin og að mestu gallalaus (sem lerki er ekki). Mjög er hægt að auka vaxt- arhraða með réttu staðarvali, góðu ungplöntuuppeldi, jarð- vinnslu og umhirðu, en aukið hlutfall beinvaxinna trjáa fæst með kynbótum. Segja má að fyrstu skrefin í kynbótum lerkis á islandi hafi verið stigin með inn- flutningi og prófun fjölda kvæma. Á þeim grunni má byggja næsta áfanga, sem er að koma upp heimastofni (land race) með því að velja vel aðlagaða, beinvaxna, hraðvaxta einstaklinga og nota til undaneldis. Erfitt hefur reynst að afla fræs af þeim rússalerkikvæmum frá Arkhangelskhéraði sem hafa reynst best á íslandi (Arnór Snorrason og Sigurður Blöndal 1990). Á þessum slóðum getur liðið langur tími milli fræára og þar við bætast samskiptaörðug- leikarvið Rússa (Þórarinn Bene- dikz, munnlegar upplýsingar). Fræ af þessum uppruna úr finnskum og sænskum frægörð- um er mjög dýrt og heldur ekki alltaf fáanlegt (Sigurður Blöndal og Þórarinn Benedikz 1990, Árni Bragason, munnl. uppl.). Lerki hefur þroskað fræ á íslandi endr- um og eins, en þá hefur spírun verið mjög léleg þannig að ekki er á byggjandi. Sýnt hefur verið fram á að hægt sé að framleiða um 1.000 spírunarhæf fræ af evrópulerki (Larix decidua Mill.) á fermetra í gróðurhúsi (Þröstur Eysteinsson 1992). Ekki er ástæða til að ætla annað en að svipaðri tölu sé hægt að ná með rússalerki. Fræframleiðsla f gróðurhúsum hefur þá kosti að 1) hún er árviss, 2) stuttur tími Iíður frá ágræðslu til blómgunar eða 3-4 ár, 3) eng- in utanaðkomandi frjómengun, foreldrar eru þekktir, 4) hægt er 26 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.