Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 54

Skógræktarritið - 15.12.1993, Side 54
hvað víðast á landinu sem jóla- tré, ásamt stafafuru og er sam- keppnisfært við innfluttu trén. Þess vegna hníga öll rök að því að mæla sérstaklega með því til ræktunar jólatrjáa. Fjallaþinur Þintegundir eru afar heppilegar til að nota sem jólatré vegna þess hvað barrheldnar þær eru og eins eru nálar þeirra mjúkar viðkomu. Þau jólatré, sem flutt eru inn til landsins f dag, eru nánast eingöngu nordmannsþin- ur. Hann höfum við ekki getað ræktað hér á landi með fullnægj- andi árangri, enda er hann ætt- aður sunnan úr Kákasus. Hér á landi hefur verið ræktuð með þokkalegum árangri norður- amerfsk þintegund, sem nefnist fjallaþinur, allt frá því upp úr aldamótunum. Hann er heppi- legur sem jólatré því hann fellir ekki barrið, ilmar vel og hefur mjög oft jafna og þétta krónu. Er hann tvímælalaust sú trjátegund sem við bindum mestar vonir við að verði hægt að rækta hér sem jólatré í stærri stíl. Einnig hentar hann vel til greinaframleiðslu. Hvítsitkagreni hentar vel sem torgtré. Myndin er tekin í Akurgerði í Axarfirði. Mynd:. S.Bl. 10.15.92. Erfitt hefur verið að afla fræs af heppilegum kvæmum af fjallaþin og var því lengst af gróðursett lít- ið af honum. Þó eru til nokkrir teigar og hafa þeir gefið af sér nokkur hundruð jólatré ár hvert. Hefur hann náð því að verða mest um 5% af heildar-jólatrjá- höggi Skógræktar ríkisins. Sá fjallaþinur, sem við höfum höggvið mest í jólatré er úr gróð- ursetningum frá 6. áratugnum. Það er þinur ættaður frá Colo- rado og hefur hann dafnað best norðan- og austanlands. Annar- staðar urðu það mikil vanhöld á honum, m.a. frostskemmdir, að ræktunin skilaði litlum árangri. Nú höfum við fengið fræ frá Skagway í Alaska, sem virðist ætla að henta vel sunnanlands og vestan. Fjallaþinur hefur virst vand- ræktaður og hefur ekki náðst full- nægjandi árangur af ræktun hans nema á skjólsælum stöðum, inn til landsins og helst í birkiskóg- lendi. Það þarf hins vegar að kanna ofan í kjölinn hvar hann getur þrifist, með tilliti til jóla- trjáræktunar. Því verðum við að leggja áherslu á að rannsaka fjallaþin með tilliti til þess hvaða kvæmi henta best hverjum stað og eins hvernig best er að haga ræktuninni. Hér á landi hafa meindýr ekki valdið neinum teljandi skaða á fjallaþin. Þó hefur fiðrildið skóg- vefari (Epinotia solandriana) valdið lítils háttar spjöllum á Hallorms- stað. Þetta kann þó að breytast til hins verra, því á danska nord- Fallegur fjallaþinur á Hallormsstað. Stórauka þarf ræktun hans sem jólatrés, en hann er verðmætasta trjátegundin sem er ræktuð hér sem jólatré. Mynd: S.Bl. 05.09.85. mannsþininum, sem við flytjum inn, lifa ýmis meindýr, m.a. svo- kölluð þinlús, sem geta einnig valdið skaða á fjallaþin. Markaður virðist góður fyrir fjallaþin og er hann tvímælalaust verðmætasta jólatrjátegundin sem við höfum ræktað. Einnig gerir það hann enn áhugaverðari, að hann er hægt að nota til jóla- greinaframleiðslu. Sú ræktun getur farið vel sem hliðargrein við jólatrjáframleiðsluna. Sitkagreni, hvítgreni, hvítsitkagreni (Picea sitcfiensis, P. glauca, P.x lutzii) Þessar tegundir hafa ekki verið höggnar hér í neinum mæli til að nota sem jólatré í stofum. Sitka- grenið hefur hvassar nálar og gisna krónu og hefur því ekki náð vinsældum sem jólatré í stofum landsmanna. Það má þó hugsan- lega nýta með formklippingu, en sitkagreni þolir klippingar mjög vel. Hvítgreni og hvítsitkagreni lykta óþægilega og hafa þvf ekki notið neinna vinsælda, þó svo að þau hafi oft heppilega krónu- byggingu. Hins vegar hafa þessar tegund- ir verið notaðar mikið sem stærri 52 SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1993
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.