Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 12

Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 12
öðrum víðiklónum betur í til- raunum með ræktun víðitegunda á Markarfljótsaurum (Indriði Ind- riðason, munnleg heimild) og á Stjórnarsandi í Skaftárhreppi (Þorbergur H. lónsson og Krist- ján Þórarinsson 1990). Af jörfa- víði eru til 33 klónar úr söfnun ÓiaVals Hanssonarfrá 1985. Sumir þeirra virðast harðgerari en Sandi, og má vera að meðal þeirra leynist hentugri klónar til ræktunar á stærra svæði. Fleiri innfluttar víðitegundir koma einnig til greina sem land- græðslutegundir, t.d. bjartvíðir (Salixcandida Flugge), myrtuvíðir (Salix myrsinites L.), grænlenskur rjúpuvfðir (Salix glauca L.) og al- askavíðir (Salix alaxensis (And- erss.) Cov.). Rósategundir (t.d. strandrós, Rosa nutkana Presl; ígulrós, Rosa rugosa Thunb.; þyrnirós, Rosa pimpinellifolia L.; fjaiiarós, Rosa pendulina L.) Lítil reynsla er fengin af rósa- tegundum í landgræðslu, en of- antaidar eru harðgerar hér á landi, og gætu nýst við upp- græðslu jökulsanda, vegna þeirra eiginleika sinna að þrífast vel í sandi og fjölga sér ört með rótar- skotum. Ýmsar rósategundir (t.d. ígulrós) eru vfða notaðar til að hefta sandfok meðfram strönd- um Evrópu og N.-Ameríku (Krussmann 1986). Strandrós myndar þykkar breiður meðfram ströndum Suður-Alaska (Viereck and Little 1972). Vísundaber (Shepherdia canadensis (L.) Nutt.) Lágvaxinn (allt að 2 m hár), niturbindandi runni. Nokkuð algengur í innanverðu Alaska á þurrum, sólríkum stöðum (t.d. í suðurhlíðum fjalla og á malarás- um), á áreyrum nálægt skógar- mörkum og á stöku stað með- fram ströndinni (Viereckand Little 1972). Fáein kvæmi eru til hérlendis úr Alaskasöfnun Óla Vals Hanssonar og virðast þau harðger, a.m.k. sunnanlands. Silfurblað (Elaeagnus commutata Bernh.) Runni, 1-4 m hár, sem vex í innanverðu Alaska í þurrum suð- urhlíðum fjalla og áreyrum (Vier- eckand Little 1972). Niturbind- andi. Fjölgar sér auðveldlega með rótarskotum. Lftt reyndur á bersvæði hér á landi, en hefur reynst harðger í görðum í sjávar- plássum á Suður- og Suðvestur- landi (Auður Oddgeirsdóttir 1992). Erlend reynsla bendirtil að silfurblað þoli vel salt og sæ- rok (Krússmann 1986). Hafþyrnir (Hippophae rhamnoides L.) Niturbindandi, harðger, þyrn- óttur, einkynja runni sem dreifir sér ört með rótarskotum. Út- breiddur um stóran hluta Evrópu og Asíu og vex þar á söndum, malarásum, aurum og skriðum (Krussmann 1986). Tegundin hef- ur reynst öflug við að binda fok- sand meðfram strönd Norð- ursjávar. Hafþyrnir af óþekktum uppruna (sennilega dönskum eða hollenskum) hefur vaxið á- fallalaust á ófrjóu landi á nokkrum stöðum sunnanlands um tíu ára skeið (Jón Kr. Arnar- son, munnleg heimild). Nýlega hefur borist efniviður af norðlæg- ari uppruna til prófana, m.a. frá Norður-Noregi (Jón Kr. Arnarson, Jón Guðmundsson og Halldór Sverrisson, munnleg heimild). Kjarrfura (Pinus pumila (Pall.) Reg.) Fremur hægvaxta en afar nægjusamur, harðger, marg- stofna runni sem getur náð allt að 6 m hæð. Tegundin er mjög útbreidd á köldum og áveðra- sömum stöðum ofan skógar- marka í Austur-Asíu, og þolir nokkuð vel særok. Kjarrfura þolir afar vel snjóþyngsli, því hún leggst flöt undan snjónum, en rís aftur þegar snjóa leysir. Reynslan af ræktun tegundarinnar hér á landi er iítil, en þeir einstakling- ar, sem til eru af henni á nokkrum stöðum sunnanlands, virðast fullkomlega harðgerir á bersvæði (Aðalsteinn Sigurgeirs- son 1991; óbirt gögn). Fjallafura (Pinus mugo Turra var. mughus og P. mugo var. pumilio) Hefur verið hér í ræktun frá því um aldamótin, m.a. við Rauða- vatn, ofan Reykjavíkur. Fjallafura er hægvaxta en nægjusöm, vind- þolin og nokkuð saltþolin. Hún bregst við snjóþyngslum á sama hátt og runnafura. Var mikið not- uð við uppgræðslu jósku heið- anna í upphafi aldarinnar, en hefur lítið verið beitt í þeim til- gangi hérlendis. Mun e.t.v. helst gagnast við ræktun á hálfgrónu mólendi til þess að styrkja gróð- urhuluna, fremur en til upp- græðslu fok- eða jökulsanda. Þakkarorð Við þökkum Árna Bragasyni, Ásu L. Aradóttur, Hauki Ragnarssyni og Sigvalda Ásgeirssyni fyrir yfir- lestur handrits. 10 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.