Skógræktarritið - 15.12.1993, Page 120
Erfðarannsóknir
Hafinn er undirbúningur að
stofnun fræreita blágrenis, sitka-
grenis og stafafuru. Rannsóknir
hafa sýnt að mikil aðlögun að
vaxtarskilyrðum kemur fram í af-
kvæmum innfluttra trjáa, strax í
fyrstu kynslóð. Afkvæmi inn-
fluttra trjáa hafa yfirleitt verið of-
arlega eða efst f samanburðartil-
raunum. Markmiðið er að stofna
fræreiti víðar og anna allri eftir-
spurn eftir fræi þessara tegunda
innan fárra ára.
Á árinu var sáð f kvæmatilraun
í nýjum tilraunaflokki með teg-
undir frá Alaska, Yukon og North-
west Territories. Fræið er úr söfn-
unarferð sem Norðurlönd stóðu
sameiginlega að á árunum 1987-
88, með styrk frá SNS (Samnor-
disk skogforskning). Tilraunum
með sama efnivið hefur verið
plantað út í Noregi, Svíþjóð og
Finrilandi. Þetta gefur tilraunun-
um aukið fræðilegt gildi þar sem
hægt verður að bera saman vöxt
og þrif sambærilegs efniviðar í
framtíðinni. í fyrstu tilraunina var
sáð 33 kvæmum hvítgrenis, 2 af
sitkagreni og 2 af sitkabastarði.
Kynbætur lerkis hófust á
haustmánuðum með vali á úr-
valstrjám á Fljótsdalshéraði.
Greinar af úrvalstrjám hafa verið
græddar á stofna og eru nú í
ræktun á Vöglum. Síðar er ætlun-
in að örva blómgun með vaxtar-
stýrandi efninu gibberellini.
Farið var í söfnunarferð til Eld-
lands og S.-Chile í samvinnu við
Dani og Færeyinga. f ferðinni var
safnað um 220 sýnum af fræi,
græðlingum og plöntum af um
80 tegundum trjáa og runna.
Efniviðnum verður komið í til-
raunir á Suðurlandi á næstu
árum.
Iðnviðarverkefnið skipaði mjög
stóran sess í starfinu á árinu
1992. Klónatilraunir með alaska-
ösp voru settar út á 28 stöðum
um allt land. Hér er um að ræða
stærstu tilraun sem sett hefur
118
verið út á vegum Rannsókna-
stöðvarinnar. Gróðursettir voru
20 klónar og ætlunin er að gróð-
ursetja 18 til viðbótar á árinu
1993. Klónum hefur einnig verið
víxlað og ætlunin er að framleiða
fræplöntur sem verða undirstaða
klónavals eftir 20-30 ár.
Ræktunarrannsóknir
Ræktunartilraunir sem tengjast
iðnviðarverkefninu voru um-
fangsmestar á árinu. Sandlækjar-
mýri í Gnúpverjahreppi var á
árinu eins og fyrr aðaltilrauna-
staðurinn. Þar og á Markarfljóts-
aurum voru settar út tilraunir
með mismunandi plöntugerðir
(stiklingar, bakkaplöntur og beð-
plöntur) og mismunandi þakn-
ingu (plast, heymoð og skít).
Einnig var plantað út ösp á
Klafastöðum í nágrenni járn-
blendiverksmiðjunnar á Grundar-
tanga, starfsmenn verksmiðjunn-
ar sáu um gróðursetningu. Ætl-
unin er að gera þar í framtíðinni
ýmsar tilraunir er tengjast lengd
ræktunarlotu og tilraunir er
tengjast grisjun.
Á árinu hófst samnorrænt
verkefni með ræktunartækni
lerkis. Markmið verkefnisins er
að kanna áhrif mismunandi
meðferðar við ræktun, á vetrar-
herðingu og á vöxt lerkiplantna
bæði í gróðrarstöð og eftir út-
plöntun.
Vefjarækt trjáplantna er liður í
starfinu á Mógilsá. Starfið hófst á
árinu 1991 með styrk frá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur, sem
gerði okkur kleift að gera ræktun-
artilraunir með birki. Árangur
varð mjög góður og nú eru nokk-
ur þúsund birkiklónar í fram-
haldsræktun. Styrkari stoðum var
skotið undir verkefnið með styrk
frá Rannsóknasjóði Rannsókna-
ráðs ríkisins og um áramót
1992/93 voru starfsmenn verkefn-
isins orðnirtveir.
Meindýrarannsóknir
Sitkalúsin var höfuðviðfangsefni í
meindýrarannsóknum á árinu
1992. Rannsóknir sem skipulagð-
ar voru í samstarfi við danska og
norska aðila hófust með styrk frá
SNS og Visindasjóði. Breskur
sérfræðingur kom einnig til sam-
starfs við sitkalúsarhópinn á ár-.
inu og eru miklar vonir bundnar
við þetta víðtæka samstarf.
Furulúsin hefur sem kunnugt
er nánast eytt skógarfuru hér á
landi. Lúsin leggst einnig á stafa-
furu, en veldur ekki jafnmiklum
skaða og á skógarfurunni. Skóg-
arfuruleifar voru skoðaðar og
einnig var reynt að fá mynd af
samspili furulúsar og kvæma
stafafuru f mismunandi lands-
hlutum.
Skemmdir á lerkirótum af völd-
um ranabjallna virðast meiri en
menn almennt gerðu sér grein
fyrir. Við skoðun á sýnum sem
tekin voru til greiningar á svepp-
rót, vakti það athygli rannsókna-
manna að skordýraskemmdir á
rótum voru mjög miklar og virt-
ust hafa afgerandi áhrif á þrótt
plantna. Kannað var tjón á plönt-
um í mismunandi gróðurhverf-
um.
Landgræðsla og vistfræði
Með stuðningi Vísindasjóðs og
Skógræktarfélags íslands var
hægt að ráða aðstoðarsérfræðing
til starfa á sviði vistfræðirann-
sókna.
Viðamesta verkefnið hefur það
að markmiði að kanna fræfram-
boð birkis á svæðum þar sem
það er að nema land og hvaða
þættir móta fræframboðið. Skiln-
ingur á þessum þáttum er undir-
staða árangursrfkra uppgræðslu-
aðgerða sem byggjast á sjálf-
græðslu birkisins.
Á árinu 1991 var gerð úttekt á
árangri landgræðsluskóga 1990,
með því þrfþætta markmiði að
1) kanna í sumarbyrjun 1991
ástand plantna sem gróðursettar
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1993