Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 10

Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 10
og gerði það að verkum að öflugt gróðursetningarstarf hófst í lönd- um Skógræktar ríkisins og reitum skógræktarfélaganna víða um land. Aprílhretið 1963 og afleiðingar þess urðu til þess að farið var að huga að stofnun rannsóknastöðv- ar sem tók til starfa 1967. Happa- og glappaaðferðin lauk þá skeiði sínu en öld þekkingar og vísinda- legrar starfsemi gekk í garð. Lagðar eru út tegunda- og kvæmatilraunir þannig að öryggi stórfelldrar ræktunar er betur tryggt. Fljótsdaisáætlun, nytjaskóg- rækt á bújörðum bænda, hófst 1970 og þegar stórkostlegur ár- angur hennar blasti við rúmum 10 árum seinna höfðu málin þokast svo að bætt var í skógræktarlögin kafla um stuðning ríkisvaldsins við nytjaskógrækt á völdum svæðum og hófust bændur strax handa víða um land. Á þrjátíu ára tímabili frá 1960- 1990 voru gróðursettar árlega um 1.5 milljónir plantna en frá og með 1990 til dagsins í dag verður sprenging og árlegar gróðursettar plöntur nema nú 4-5 milljónum. Landgræðsluskóga- og Héraðs- skógaverkefnin hefja bæði göngu sfna 1990 og 1996 fór af stað verkefni á vegum ríkisstjórnarinn- ar, átak í skógrækt og land- græðslu sem hefur það markmið að binda koltvísýring. 1997 urðu Suðurlandsskógar að lögum og nú á vordögum 1999 voru sett sérstök lög um landshlutabundin skógræktarverkefni þannig að á næstu árum geta allir landshlutar fengið sfn skógræktarverkefni heim í héruð. Skógrækt á 21. öldinni Hvaða framtíðarsýn er svo f aug- sýn næstu öldina? Margt hefur áunnist og ætti framtíðin að vera björt. Yfir 100 trjátegundir víðs vegar úr heiminum hafa fengið að spreyta sig hér. Um tíu þeirra hafa þegar numið land og eru orðnar hluti af gróðurríki íslands, og margar fleiri munu eiga eftir að gera það. Almenningur í land- inu hefur fengið trú á skógrækt og breyttir búskaparhættir og minna beitarálag gerir það að verkum að hægt er að taka fyrir stærri og samfelldari svæði til skógræktar en áður var. Mest munar þó um að fjármagn hins opinbera til styrktar einstakling- um hefur margfaldast og ríkið hefur viðurkennt að skógrækt við lakari skilyrði en á nytjaskóga- svæðum á rétt á sér og þess sér stað í nýlega samþykktri löggjöf um landshlutabundin skógrækt- arverkefni. Innan verkefnanna er hægt að styrkja nytjaskógrækt, landbótaskógrækt og skjólbelta- rækt. Þrátt fyrir aukið fjármagn til skógræktar í landinu hefur það gerst á sama tíma að fjármagn til Skógræktar ríkisins hefur dregist saman þannig að til vandræða horfir. Að styrkja bændur til skógræktar er jákvætt framfaraskref. Að stuðla að skóg- 8 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 rækt á vegum skógræktarfélaga er einnig mjög gott. En það er misskilningur að þá sé ekki leng- ur þörf fyrir öfluga ríkisstofnun sem sinnir skógræktarmálum. Aukin skógrækt kallar á auknar rannsóknir, aukið skipulag, aukna ráðgjöf og aukið eftirlit. Þá eru þjóðskógarnir ekki bara vinsælir áfangastaðir fyrir ferða- fólk heldu r vísa þeir veginn og eru fyrirmyndin sem við höfum til að fara eftir og læra af. Að svelta Skógrækt ríkisins hefur þau áhrif að minna verður úr þeim fjármunum sem veitt er til landshlutabundinna skógræktar- verkefna og skógræktarfélaga. í drögum að nýjum skógrækt- arlögum er gert ráð fyrir sterkri Skógrækt rikisins sem hefur um- sjón með þjóðskógunum, sér um rannsóknir, veitir þjónustu í formi skipulags og ráðgjafar án þess að vera með einokun á því sviði og hefur eftirlit með öllu sem varðar skógvernd og skóg- rækt fyrir hönd ríkisins. Stofnun- in þarf einnig að vera sveigjan- leg. Alveg eins og verið er að leggja af plöntuframleiðslu Skógræktar ríkisins nú þegar einkageirinn er að verða tilbúinn að taka hana að sér er sennilegt að stofnunin dragi sig út úr áætlanagerð þegar einhverjir einkaaðilar geta tekið hana að sér. Á meðan er það hlutverk hennar að þróa málin áfram. Slíka stofnun viljum við sjá en sjáum ekki í dag. Vonandi verður það eitt af hlut- verkum íslenskra skógræktar- manna í framtíðinni að taka þátt í bindingu koltvísýrings en nýleg- ar rannsóknir benda til þess að íslenskur skógur og gróður geti verið mjög samkeppnisfær, líka kostnaðarlega, við aðrar aðferðir sem alþjóðasamfélagið er að semja um. Bindingin verður þá leið til að fjármagna þá uppbygg- ingu framtíðarauðlindar sem skógurinn verður og síðast en ekki síst að klæða landið aftur í grænan skrúða. Frá Hallormsstaðaskógi. Til vinstri á myndinni sést Atlavík. Ljósm.: C.E. Flensborg. 1904. Hvert verður þá hlutverk þeirra fjölmörgu aðila sem í framtfðinni munu byggja upp skógarauðlind íslands? 1. Skógrækt ríkisins mun sjá um rannsóknir, eftirlit og fræðslu til þeirra sem sjá um ríkis- styrktar framkvæmdir. Rekstur þjóðskóganna með sérstakri áherslu á aðgengi almennings verður sömuleiðis verkefni S.r. 2. Skógræktarfélag fslands sem regnhlífarsamtök skógræktar- félaganna sinnir félagslegum þáttum og stendur fyrir öflugri útgáfustarfsemi. 3. Skógræktarfélögin f samvinnu við sveitarfélögin sinna úti- vistarsvæðum og skógræktar- reitum í héraði. 4. Verkefnisstjórnir landshluta- verkefnanna hafa yfirumsjón með framkvæmdum einstak- SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.