Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 9

Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 9
JÓN LOFTSSON Framtíðarsýn íslenskrar skógræktar - hugleiðingar á aldarafmælinu Inngangur loo ára afmælið er miðað við gróðursetningu furulundarins á Þingvöllum 1899. Þaðverkvar unnið að tilhiutan danskra vel- unnara og skógræktarmanna sem ofbauð sú skógareyðing sem átt hafði sér stað á íslandi í gegnum aldirnar. Skógurinn sem í árdaga hafði hulið 25-30 % af landinu, verndað jarðveginn, miðlað vatn- inu og veitt skjól var að mestu leyti horfinn og eyðingaröflin höfðu tekið öll völd þannig að hér blasti við einhver mesta gróðurfarsrýrnun sem þekktist í hinum vestræna heimi. Danir höfðu staðið frammi fyrir sömu vandamálum einni öld áður en með skipulegri landgræðslu og skógrækt sérstaklega á jósku heiðunum hafði þeim tekist að snúa þróuninni við, náð að hemja eyðingaröflin. Það var því nærtækt að nota sömu tækni og aðferðirá íslandi. Skilningur landsmanna var samt æði lítill á þessari starfsemi í upphafi, en starfið var hafið. f upphafi nýrrar aldar lögðu ýmsir stjórnmála- menn baráttunni lið og er sjálf- sagt ekki á neinn hallað að nefna sérstakiega Hannes Hafstein hinn mikla hugsjóna og baráttu- mann sem lagðist á sveif með skógræktarmönnum og 1907 eru samþykkt lög um skógrækt og Skógrækt ríkisins hefur starfsemi sína. Starfið í 100 ár Hvað hefur svo áunnist og hvar stöndum við í dag eftir aldarlangt starf í skógrækt á íslandi? Vissu- lega hefur okkur ekki tekist að endurheimta forna skóga í þeim mæli sem við hefðum óskað en stærsti sigurinn í þessari baráttu er sá að tekist hefur að breyta viðhorfi þjóðarinnar til málefnis- ins, almennur skilningur er á því að skógareyðing sé alvarlegt um- hverfisvandamál og að hægt og æskilegt sé að rækta upp nýja skóga til að endurheimta fyrri landgæði. í byrjun aldarinnar fólst starfið einkum í að friða leifar af þeim birkiskógum sem enn voru til. Lftillega voru gerðar tilraunir með erlendar tegundir til að fá úr þvf skorið hvort tegundir sem ekki höfðu náð að nema hér land vegna einangrunar landsins gætu vaxið hér og dafnað og hjálpað til við uppbyggingu skóganna. Stofnun Skógræktarfélags ís- lands 1930 og starf skógræktar- félaganna í landinu varð til þess að efla skógræktarstarfið. Friðað- ir voru reitir víða um land og áhugamenn í hugsjónastarfi voru ötulir að koma boðskapnum á framfæri og sífellt fleiri og fleiri voru nú tilbúnir að leggja skóg- ræktarstarfinu lið og það hafði áhrif á ráðamenn og fjárveitingar til skógræktar þegar fram liðu stundir. Nýr skógræktarstjóri, Hákon Bjarnason, sem tóktil starfa 1935 endurvakti tilraunir með erlendar trjátegundir og stóð að umfangs- mikilli fræöflun vfðs vegar um heim. Stofnun Landgræðslusjóðs stóð undir eflingu gróðrarstöðva SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.