Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 9
JÓN LOFTSSON
Framtíðarsýn íslenskrar skógræktar
- hugleiðingar á aldarafmælinu
Inngangur
loo ára afmælið er miðað við
gróðursetningu furulundarins á
Þingvöllum 1899. Þaðverkvar
unnið að tilhiutan danskra vel-
unnara og skógræktarmanna sem
ofbauð sú skógareyðing sem átt
hafði sér stað á íslandi í gegnum
aldirnar. Skógurinn sem í árdaga
hafði hulið 25-30 % af landinu,
verndað jarðveginn, miðlað vatn-
inu og veitt skjól var að mestu
leyti horfinn og eyðingaröflin
höfðu tekið öll völd þannig að
hér blasti við einhver mesta
gróðurfarsrýrnun sem þekktist í
hinum vestræna heimi. Danir
höfðu staðið frammi fyrir sömu
vandamálum einni öld áður en
með skipulegri landgræðslu og
skógrækt sérstaklega á jósku
heiðunum hafði þeim tekist að
snúa þróuninni við, náð að
hemja eyðingaröflin. Það var því
nærtækt að nota sömu tækni og
aðferðirá íslandi. Skilningur
landsmanna var samt æði lítill á
þessari starfsemi í upphafi, en
starfið var hafið. f upphafi nýrrar
aldar lögðu ýmsir stjórnmála-
menn baráttunni lið og er sjálf-
sagt ekki á neinn hallað að nefna
sérstakiega Hannes Hafstein
hinn mikla hugsjóna og baráttu-
mann sem lagðist á sveif með
skógræktarmönnum og 1907 eru
samþykkt lög um skógrækt og
Skógrækt ríkisins hefur starfsemi
sína.
Starfið í 100 ár
Hvað hefur svo áunnist og hvar
stöndum við í dag eftir aldarlangt
starf í skógrækt á íslandi? Vissu-
lega hefur okkur ekki tekist að
endurheimta forna skóga í þeim
mæli sem við hefðum óskað en
stærsti sigurinn í þessari baráttu
er sá að tekist hefur að breyta
viðhorfi þjóðarinnar til málefnis-
ins, almennur skilningur er á því
að skógareyðing sé alvarlegt um-
hverfisvandamál og að hægt og
æskilegt sé að rækta upp nýja
skóga til að endurheimta fyrri
landgæði.
í byrjun aldarinnar fólst starfið
einkum í að friða leifar af þeim
birkiskógum sem enn voru til.
Lftillega voru gerðar tilraunir
með erlendar tegundir til að fá úr
þvf skorið hvort tegundir sem
ekki höfðu náð að nema hér land
vegna einangrunar landsins gætu
vaxið hér og dafnað og hjálpað til
við uppbyggingu skóganna.
Stofnun Skógræktarfélags ís-
lands 1930 og starf skógræktar-
félaganna í landinu varð til þess
að efla skógræktarstarfið. Friðað-
ir voru reitir víða um land og
áhugamenn í hugsjónastarfi voru
ötulir að koma boðskapnum á
framfæri og sífellt fleiri og fleiri
voru nú tilbúnir að leggja skóg-
ræktarstarfinu lið og það hafði
áhrif á ráðamenn og fjárveitingar
til skógræktar þegar fram liðu
stundir.
Nýr skógræktarstjóri, Hákon
Bjarnason, sem tóktil starfa 1935
endurvakti tilraunir með erlendar
trjátegundir og stóð að umfangs-
mikilli fræöflun vfðs vegar um
heim.
Stofnun Landgræðslusjóðs
stóð undir eflingu gróðrarstöðva
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
7