Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 20
Skrá yfir verkefni rædd á vettvangi Gróöurbótafélagsins
asson gerði grein fyrir í Ársriti SÍ
1995. Birkisortin eða yrkið Embla
er nú komin á markað. Vorið 1997
voru svo valdir fegurstu afkom-
endur bestu mæðranna úr upp-
runahópnum til að verða foreldr-
ar í næstu kynslóð kynbætts birk-
is, Emblu 2, eða hvað Þorsteinn
vill láta kalla það yrki. Úrvals-
plöntur úr þvf afkomendasafni
komust í fræhús vorið 1998.
Öll fræræktunin hefur farið fram
hjá Pétri í Mörk, en fyrir Gróður-
bótafélagið undir stjórn sérstaks
verkefnishóps innan þess. Fræið
er selt á almennum markaði frá
Tilraunastöðinni á Mógilsá og
getur hver sem er keypt. Tekjurnar
renna til verkefnisins. Nýja kyn-
slóðin af Emblu verður einnig
ræktuð í Mörk og verður komin á
markað og aðgengileg öllum með
sama hætti innan tveggja til
þriggja ára ef vel tekst til. Hefur
Pétur með þessu lagt til hús,
vinnu sfna og ræktunarkunnáttu
og unnið ómetanlegt starf í þágu
íslenska birkisins.
Lítið hliðarverkefni í birkirækt
tókum við Pétur okkur svo fyrir
hendur í febrúar 1994 þegar við
ásamt Þresti Eysteinssyni, fag-
málastjóra Skógræktar ríkisins,
fórum í Fossselsskóg, Varastaða-
skóg í Laxárdal og að Reykjahlíð
við Mývatn til að ná í greinar af
birkitrjám með vaxtarlag hengi-
bjarkar sem vaxa á þessum stöð-
um. Þessi tré hafði ég séð fyrst í
veiðiskap við Laxá í Þingeyjar-
sýslu og síðan fjölmörg önnur í
skoðunarferð í Fossselsskóg á
skógræktarþinginu á Húsavík,
haustið 1993. Nú er álitlegur teig-
ur af ágræddum „afritum" þessara
trjáa í gróðrarstöðinni hjá Pétri
og innan tíðar hægt að fara að
fjölga þeim með ágræðslu eða
vefjarrækt í stærri stíl. Það verður
tilhlökkunarefni fyrir garðeigend-
ur. Spurningin er bara fyrir okkur
Sunnlendinga hvernig þessir
„klónuðu" Norðlendingar muni
kunna við sig sunnan heiða!
Verkefni Ábyrgð Tími
Alaskasöfnunarferð Óli Valur Hansson sumarið 1985
Fjölgun Alaskaefnis Ólafur S. Njálss./Þórarinn Benedikz veturinn 85-86
Tilraunaáætlun - Alaskaefni Ólafur S. Njálss./Þórarinn Benedikz vorið 1986
Samanburðartilraunir framkv. Ólafur S. Njáiss./Þórarinn Benedikz vorið 1987
Samanburðarrannsóknir Þórarinn Benedikz/Aðalsteinn
á elri Sigurgeirsson vorið 1986
Skráning erfðaefnis Snorri Baldursson, haustið 1986
Áætlun um birkikynbætur Þorsteinn Tómasson haustið 1986
Val móðurtrjáa - ágræðsla Birkihópur - Pétur N. Ólason febrúar 1987
Alaskasöfnun Bjartmars Sveinbjörnssonar Bjartmar Sveinbjörnsson haustið 1988
Belgjurtir til landgræðslu Áslaug Helgadóttir haustið 1988
Brumrækt á ösp, birki, lerki Snorri Baldursson haustið 1988
Norðurkollubirki - birkiinnfl. Þórarinn Benedikz vorið 1988
Ágrætt birki í fræframleiðslu Þorsteinn Tómasson/ vorið1989
Lions-birki frá Norðurlöndum Pétur N. Ólason Þorsteinn Tómasson sumarið 1989
Söfnunarferð til A.-Síberíu Vilhjálmur Lúðviksson haustið 1989
Ræting og tilraunir með efnivið frá A.-Síberíu Jóhann Pálsson haustið 1989
Ákvörðun um sleppingu fyrstu arfgerða úr Alaskasafni Ólafur S. Njálsson vetur 1990-91
Fræ af kynbættu birki Þorsteinn Tómasson vorið 1991
Yfirlitsfundur á Hallormsstað Sigurður Blönd./ Vilhj.Lúðvíksson sept. 1991
Reglur um sleppingu efniviðar Vilhj. Lúðvíkss./Þorst. Tómasson des. 91-jan. 94
Örfjölgun á birki Þuríður Ingvadóttir vorið 1991
Smitun á elri Halldór Sverrisson veturinn 1991
Kynningarfundur á Akureyri Árni Steinar Jóhannsson ágúst 1992
Söfnunarferð til N.-Noregs Vilhjálmur Lúðvíksson Jón K. Arnarson/Halldór Sverriss. ágúst 1992
Söfnunarferð til Kamtsjatka ÓIi Valur Hanss./Brynjólfur Jónss. haust 1993
Ræting og skipulag tilrauna með safn frá Kamtsjatka Árni Bragason/Aðalst. Sigurgeirss. haust 1993
Yfirlitsfundur á lllugastöðum Árni St. Jóhannss./Vilhj. Lúðvíkss. október 1993
Stefnuskrá Gróðurbótafél. Vilhjálmur Lúðvíksson janúar1994
íslenskri „hengibjörk" safnað Vilhjálmur Lúðvíksson/
og ágrædd Pétur N. Ólason febrúar 1994
Söfnunarferð til SA.-Alaska Ólafur S. Njálss./Pétur N. Ólason haust 1994
Vettvangsskoðun Alaska- safns Ólafur S. Njálsson maí 1995
Samningur við ÓSN- Vilhj. Lúðv., Jón Loftss.,Vilhj. Sigtr., maí 1995
lokauppgjör v. Alaskasafns Jóh. Pálsson og Pétur N. Ólason
Mat á Alaskaefnivið - ÓlafurS. Njálss., Jóhann Pálsson, sumar 1995
val klóna Pétur N. Ól., Aðalst. Sigurgeirsson,
Skilagrein Ólafs S. Njálssonar Vilhjálmur Sigtryggsson Ólafur S. Njálsson des. 1995
Afkvæmamat á Emblu Þorsteinn Tómasson haust 1995
Elritilraunir- uppgjör Hreinn Óskarsson febr. 1996
Samningur um yrkisrétt á völdum klónum úr Alaskasafni Vilhjálmur Lúðvíksson apríl 1997
Val á kynslóð Emblu 2 Þorsteinn Tómasson maí 1997
Úrvalsmæður Emblu 2 í hús Pétur N. Ólason vor1998
18
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999