Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 31

Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 31
A-plöntur í sept. 1991 á Kópaskeri. Frostsviðinn alaskavíðir. Kópaskerí lok júní 1992 eftir hret. og flestir höfðu ekki roð við um- hleypingunum á Reykjum. Þeir voru því látnir standa óhreyfðir áfram þar til séð yrði hvort þeir næðu sér upp. En þeim hélt áfram að hraka. Er um þriðjungur plantnanna ennþá lifandi og aðeins örfáar halda í horfinu árið 1998. Þær hafa ekkert sérstakt við sig, til að verða valdar til framleiðslu, að minnsta kosti miðað við reynsl- una af þeim í reitnum á Reykjum. Mat mitt er þvf, að best sé að láta úrval í víði frá Yukon fara fram í Hafursárreitnum, sem hefur einna best skilyrði við prófun á efniviði úr meginlandsloftslagi og spara vinnu við víði frá Yukon sunnanlands. Kópasker. Gróðursett var í sept- emberbyrjun 1991 og aftur í júní- lok 1992. Eru þar 261 mismun- andi klónar og kvæmi af víði og barrtrjám, alls 1035 plöntur. Til- raunareiturinn er rétt norðan við byggðarlagið, aðeins nokkur hundruð metra frá sjó. Barrtrén voru gróðursett á hefðbundinn hátt með plöntustaf í lyngmóa á tveim stöðum. Annar staðurinn er í móa, þar sem snjóalög eru lítil að jafnaði, en hinn f kvos, þar sem snjór hlífir meira. Þau hafa lftið vaxið síðan og eru mörg hver ákaflega dvergsleg í vexti, þau sem ennþá lifa. Víðirinn var gróðursettur með meiri fyrirhöfn, þar sem grafin var hola fyrir hverja plöntu og settur húsdýraáburður með. Heimamenn úr sveitinni og frá Kópaskeri mættu íbæði skiptin og hjálpuðu til við gróðursetn- inguna. í seinna skiptið, sem var í júnílok, var snjókoma og hiti rétt um eða yfir frostmarki, en það aftraði engum að drífa af gróður- setninguna. Flestar plönturnar hafa lifað og stækkað þrátt fyrir skjólleysið og stutt sumur. Því er enn ósvarað, hvort einhverjar af víðiplöntun- um muni geta vaxið eðlilega upp f hæðina við þessi skilyrði. í görðum á Kópaskeri og einnig á Raufarhöfn geta víðilimgerði yfir- leitt ekki vaxið upp í eðlilega hæð ein og óstudd. Það þarf skjólgirðingar til að tryggja það. Verður því spennandi að fylgjast með, hvort eitthvað nái sér upp á þerangri á þessu svæði. Hvanneyri. Beiðni kom frá Árna Brynjari Bragasyni kennara á Hvanneyri um að víðirinn yrði prófaður þar. Ég féllst á það með skilyrðum. Árni kom og sótti víði- græðlingana vorið 1991, og fékk hann eingöngu þá víðiklóna, sem þá þegar báru af á Reykjum, en það voru 310 tilraunanúmer af 1146 tilraunanúmerum af víði gróðursettum á Reykjum. Árni sá um rótun og pottun græðling- anna og síðan gróðursetningu þeirra 27. júlf 1992. Urðu það alls 1068 plöntur af 288 tilraunanúm- erum, sem fóru í reitinn, eða f SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.