Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 62
7. mynd. Hvítgreni (Picea glauca) ættað
frá Arctic Village (68°N), Brooks Range,
Alaska. Plantan var gróðursett í Syðri-
Straumsfirði 1984.
Ljósm.: Soren 0dum 1995.
8. mynd. Balsamösp (Populus balsami-
fera) frá skógarmörkum við Stees High-
way, austan Fairbanks í Alaska. Gróð-
ursett í Syðri-Straumsfirði 1984.
Ljósm.: Soren 0dum 1991.
Á síðasta áratug hafa verið
farnar söfnunarferðir til skógar-
marka á norðurslóðum, m.a. til
Alaska, bandarísku Klettafjall-
anna, Norðvestur-Kanada
(Bresku Kólumbíu til Yukon), NA-
Kanada (Labrador) og Skandi-
navfu. Ferðirnar hafa flestar verið
skipulagðar af Soren 0dum, en
þátttakendur hafa m.a. verið Poul
Bjerge, Kenneth Hoegh landbún-
aðarráðunautur í Qaqortoq og
Mads Nissen við skógtækniskól-
ann í Nodebo, Sjálandi. Mads og
Kenneth söfnuðu auk þessa f N-
Ameríku og Kanada árið 1991.
Ekki er ljóst hversu vel þessi efni-
viður hentar, enda hafa ekki kom-
ið köld sumur á síðustu árum
sem drepa mundu illa aðlöguð
kvæmi. Mest af efninu hefur verið
gróðursett í trjásafnið í Narsar-
suaq. Síðastliðið haust söfnuðu
Soren 0dum og Poul Bjerge efni-
viði á skógarmörkum í Ölpunum.
Verður þetta efni gróðursett á
næstu árum.
Árangur trjáræktartilrauna
Niðurstöðurtilrauna á tveim
nyrstu tilraunastöðunum,
Qorqut í Godtháþsfirði og Syðri-
Straumsfirði, sýna, að aðeins
mjög hægvaxta og norðlæg
kvæmi trjáa úr háfjöllum, lifa af
stutt, köld sumur á þessum slóð-
um. f Qorqut lifa t.d. aðeins
fjallaþinur, stafafura og blágreni
9. mynd. Séð yfir Narsarsuaq. Trjásafn-
ið er í hlíðunum hægra megin við flug-
brautina. Ljósm.: HÓ 1994.
úrsöfnuninni frá 1971, en mest-
allur efniviðurinn úr söfnuninni
1981 var lifandi síðast þegartil-
raunin var skoðuð. Flest tré í
Qorqut eru veðurþarin og
krækluleg og líkjast trjám sem
vaxa við trjámörk. í Syðri-
Straumsfirði er að finna ýmsar
norðlægar tegundir sem lifað
hafa þrátt fyrir erfiðar veðurfars-
aðstæður, t.d. síberíulerki frá
1960 sem kelur öðru hverju niður
f rót, hvítgreni (7. mynd), skógar-
furu, ilmbjarkir frá N-Svíþjóð og
balsamösp (8. mynd). Efniviður
úrsöfnuninni 1971 drapst að
mestu á köldum árum 1982-84,
en þó tóra enn nokkrar smávaxn-
ar plöntur af stafafuru, blágreni
og fjallaþin. Efniviður úr söfnun-
inni frá 1981 virðist vera betur
aðlagaður, sér í lagi sá sem ætt-
aður er frá Yukon. Þær trjáteg-
undir sem þrífast norðan Eystri-
60
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999