Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 72
ar í Árnessýslu. f þriðja lagi var
spurt hvernig forðast mætti eyð-
ingu skóga af öðru en náttúrunnar
völdum, helduraf vanyrkju eða
átroðningi af skepnum.
Svar Þórðar var ítarleg ritgerð
og lýsing á skógunum, sem hér
eru ekki tök á að endursegja til
neinnar hlítar. En forvitnilegt er
svar Þórðar við spurningunni um
nýjar tilraunir f skógrækt. Hann
kannast þó lítið við þær í seinni
tíð.
„Þó hefi ég heyrt að Páll Þor-
láksson fyrrum Þingvallaprestur
hafi reynt að sá einhverri tegund
af trjáfræi (ekki veit ég hvaða teg-
und).
Sagt er að fræsáningin hafi ekki
heppnast en bætt þó við að þar
sem sáningarstaðirnir voru ekki
girtir - en sáð var um allan Þing-
vailaskóg og undir hinu svo-
nefnda Ármannsfelli - þá hafi tré
þessi, er þau skutu öngum, verið
bitin jafnóðum af sauðfénu -
sem hvert annað gras.
Fram yfir miðja 18. öld stóð í
Skáiholti eitt einasta birkitré sem
þá var hér um bil 100 ára og hafði
í fyrstunni verið plantað þar.
Þetta segja þeir trúverðugu rit-
höfundar, Eggert Ólafsson og
Bjarni Pálsson, í ferðabók
sinni..."
Niðurstöður Þórðar og tillögur
voru þessar:
a. Að sýslumönnum yrði skipað
að hafa nákvæmt og strangt
eftirlit með skógunum.
b. Að hreppstjórum, hverjum f
sínum hreppi, yrði skipað að
hafa sérstaka tilsjón með varð-
veislu og friðun skóganna.
c. Að öllum sé forboðið að nota
skóg til eldiviðar nema á þeim
jörðum sem alls ekki hafa mó-
tak.
d. Að jarðeigendum yrði skipað,
þegar þeir hefðu leigjenda-
skipti á jörð með skóglendi, að
áskilja friðun hans og varð-
veislu, en rifti ella leigusamn-
ingi.
Þá kom Þórður með athyglis-
verðar hvatningaraðferðir til
óbeinnar friðunar á skógunum.
Hann iagði til að þeir bændur
yrðu verðlaunaðir sem legðu ljái
sína á hverfistein í stað þess að
dengja þá við viðarkolaeld.
Hann viidi og efla innflutning á
trjáviði með afléttingu tolla. Og
hæfileg verðlaun skyldi veita
þeim sem fyndi steinkol á ís-
landí.4
Birkiskóganna ásigkomulag
1829
Afskiptum Þórðar sýslumanns
lauk ekki með skýrslunni 1822.
Hann sendi amtmanni árið 1830
skýrslu „um birkiskóganna ásig-
komulag innan Árnessýslu í árs-
lok 1829 og gjörðar tilraunir til
þeirra viðhalds og friðunar." Þar
rakti Þórður mikilvægustu birki-
kjarrsleifar sem þá finnast f
Árnessýslu.
1. í Þingvallahreppi:
a. f Úlfljótsvatnssókn. b. í Þing-
valiasókn.
2. í Grímsneshreppi.
a. í hinum svonefndu Hraun-
um. b. f Laugardal.
3. í Biskupstungnahreppi: Með-
fram hinum svonefndu Hlfðum -
eða hlfðar fjallanna norðan við
byggðina.
4. f Hrunamannahreppi inn á
sameiginlegum óbyggðum beitar-
afrétti á fjöllunum.
Úr Tungufellsskógi. Ljósm.: S.BI.
70
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999