Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 66
13. mynd. Rússalerki í haustbúningi.
í skjóli þess stendur hvítgreni.
Ljósm.: Poul Bjerge haustið 1998.
Má vænta þess að eftir nokkur ár
fari þessar plöntur að mynda
samfellda skóga á svæðinu og
veita öðrum gróðri skjól. í vor
verður unnið að kortlagningu
svæðisins og árið 2002 er áætlað
að trjásafnið verði formlega vfgt.
Markmið trjásafnsins eru
þrenns konar. í fyrsta lagi er það
fræðilega áhugavert að sýna á
einum stað hversu kvæmi innan
trjátegunda, sem flest eru upp-
runnin við trjá- eða skógarmörk,
bregðast við veðurfari á SV-
Grænlandi, og hvar raunveruleg
trjámörk liggja. Búast má við að
margar trjátegundir f trjásafninu
muni í framtíðinni verða krækl-
óttar vegna hinna erfiðu skilyrða
á svæðinu, en aðrar teygja sig
hærra, ekki ólíkt því sem gerist á
trjámörkum hátt til fjalla. í öðru
lagi mun koma í ljós eftir nokkur
ár hvaða efniviður hentar til rækt-
unar á SV-Grænlandi. Verður þá
hægt að fjölga kvæmum viðkom-
andi tegunda, t.d. með græðling-
um í gróðurhúsi og nýta t.d. í
skógrækt, jólatrjárækt eða í skjól-
belti. í þriðja lagi er það verðugt
markmið að bæta umhverfi og
græða upp yndisskóga fyrir íbúa
á svæðinu.
Framtíð skógræktar á
Grænlandi
Sérstaklega er áhugavert hve
rússalerki virðist vera vel aðlag-
að veðurfari á SV-Grænlandi.
Lerki virðist geta myndað 6-10
metra háa skóga á 30-50 árum á
14. mynd. Bæjarbúar í Nanortalik
gróðursetja alaskavíði, í tiiefni af 200
ára afmæli bæjarins 1997. Alaskavíðir-
inn sem Poul Bjerge fjölgaði er klónn-
inn Gústa sem flutturvarfrá Islandi.
Ljósm.: Seren 0dum 1997.
rýrum jökulaurum og gróðurlitl-
um hjöllum í innfjörðum Eystri-
byggðar. Á einstökum svæðum
gæti það myndað allt að 15-20
metra háa trjálundi. Þó er hætt
við að það verði fyrir sköðum af
völdum barrviðarátu, sér í lagi í
köldum rökum árum. Þvf má
ætla að skógur geti orðið til
margvíslegra beinna og óbeinna
nytja á þessum slóðum. M.a. má
telja lfklegt að hægt verði að
gróðursetja aðrar verðmætari
tegundir s.s. fjallaþin, hvít- eða
blágreni í skjóli þess. Þetta er
ekki síst áhugavert ef spár um
hlýnandi loftslag rætast. Nú
þegar er hafið tilraunaverkefni
þar sem fjórir fjárbændur gróð-
ursetja lerki í land sitt, með það
að markmiði að beita búfénaði
inn í þá skóga í framtíðinni, auk
þess að fá trjávið úr þeim. Á
næstu árum verða gerðar til-
raunir með gróðursetningu
jólatrjáa á landi bænda í Eystri-
byggð. Kenneth Höegh, land-
búnaðarráðunautur í Qaqortoq,
hefur haft frumkvæði að þessum
tilraunum. Ennfremur hefur
gróðursetning í og í kringum bæi
aukist á síðari árum (14. mynd).
64
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999