Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 66

Skógræktarritið - 15.05.1999, Page 66
13. mynd. Rússalerki í haustbúningi. í skjóli þess stendur hvítgreni. Ljósm.: Poul Bjerge haustið 1998. Má vænta þess að eftir nokkur ár fari þessar plöntur að mynda samfellda skóga á svæðinu og veita öðrum gróðri skjól. í vor verður unnið að kortlagningu svæðisins og árið 2002 er áætlað að trjásafnið verði formlega vfgt. Markmið trjásafnsins eru þrenns konar. í fyrsta lagi er það fræðilega áhugavert að sýna á einum stað hversu kvæmi innan trjátegunda, sem flest eru upp- runnin við trjá- eða skógarmörk, bregðast við veðurfari á SV- Grænlandi, og hvar raunveruleg trjámörk liggja. Búast má við að margar trjátegundir f trjásafninu muni í framtíðinni verða krækl- óttar vegna hinna erfiðu skilyrða á svæðinu, en aðrar teygja sig hærra, ekki ólíkt því sem gerist á trjámörkum hátt til fjalla. í öðru lagi mun koma í ljós eftir nokkur ár hvaða efniviður hentar til rækt- unar á SV-Grænlandi. Verður þá hægt að fjölga kvæmum viðkom- andi tegunda, t.d. með græðling- um í gróðurhúsi og nýta t.d. í skógrækt, jólatrjárækt eða í skjól- belti. í þriðja lagi er það verðugt markmið að bæta umhverfi og græða upp yndisskóga fyrir íbúa á svæðinu. Framtíð skógræktar á Grænlandi Sérstaklega er áhugavert hve rússalerki virðist vera vel aðlag- að veðurfari á SV-Grænlandi. Lerki virðist geta myndað 6-10 metra háa skóga á 30-50 árum á 14. mynd. Bæjarbúar í Nanortalik gróðursetja alaskavíði, í tiiefni af 200 ára afmæli bæjarins 1997. Alaskavíðir- inn sem Poul Bjerge fjölgaði er klónn- inn Gústa sem flutturvarfrá Islandi. Ljósm.: Seren 0dum 1997. rýrum jökulaurum og gróðurlitl- um hjöllum í innfjörðum Eystri- byggðar. Á einstökum svæðum gæti það myndað allt að 15-20 metra háa trjálundi. Þó er hætt við að það verði fyrir sköðum af völdum barrviðarátu, sér í lagi í köldum rökum árum. Þvf má ætla að skógur geti orðið til margvíslegra beinna og óbeinna nytja á þessum slóðum. M.a. má telja lfklegt að hægt verði að gróðursetja aðrar verðmætari tegundir s.s. fjallaþin, hvít- eða blágreni í skjóli þess. Þetta er ekki síst áhugavert ef spár um hlýnandi loftslag rætast. Nú þegar er hafið tilraunaverkefni þar sem fjórir fjárbændur gróð- ursetja lerki í land sitt, með það að markmiði að beita búfénaði inn í þá skóga í framtíðinni, auk þess að fá trjávið úr þeim. Á næstu árum verða gerðar til- raunir með gróðursetningu jólatrjáa á landi bænda í Eystri- byggð. Kenneth Höegh, land- búnaðarráðunautur í Qaqortoq, hefur haft frumkvæði að þessum tilraunum. Ennfremur hefur gróðursetning í og í kringum bæi aukist á síðari árum (14. mynd). 64 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.