Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 102

Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 102
dauðri lerkigrein úrsverði í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit (Kaupangssveit). Hann vex einnig á furu og á ég sýni af honum á berki og viði dauðrar greinar af deyjandi broddfuru f fafnaskarðs- skógi 07.06.1993. Sveppurinn fannst í Hallorms- staðaskógi 1984 f söfnunarleið- angri danskra sveppafræðinema en ég hef ekki upplýsingar um á hvers konar barrtré hann óx. Holm & Holm (1977) er rannsök- uðu sveppaflóru einis á Norður- löndunum segja sveppinn greini- lega bundinn við barrtré, og sé sennilega algengur um öll Norð- urlöndin. Enn fremur að hann sé mjög algengur á eini og sérstak- lega á norðurhluta svæðisins og að askhirslurnar myndist á smá- greinum annaðhvort dauðum eða lifandi, undireða á milli eininál- anna en aldrei á nálunum sjálf- um. Þau tóku ekki sérstaklega fram fjölda eða dreifingu ís- lenskra sýna en í grasasafni Upp- salaháskóla í Svfþjóð eru a.m.k. 5 sýni á eini sem þau söfnuðu á íslandi árið 1971; 2 úr Þjórsárdal, 2 af Tungnamannaafrétti og 1 úr Ólafsfjarðarmúla. Zogg (1962) rannsakaði ættina sem Lophium tilheyrir og segir L. mytilinum fylgja barrskógunum að út- breiðslu. Allantophomopsis pseudotsugae (M.Wilson) Nag Raj, vankynja stig barrviðarátusveppsins Phacidium coniferarum (G.G.Hahn) DiCosmo, Nag Raj & W.B.Kendr. (nokkur samheiti: Phomopsis pseu- dotsugae M.Wilson; Phacidiopycnis pseudotsugae (M.Wilson) G.G. Hahn, Discula pinicola (Naumov) Petr., apud Lagerb., G.Lundb. & Melin). Vankynja sveppur, holsveppur, myndar dökkar, næstum hnöttóttar gróhirslur í tiltölulega nýdauðum greinum lerkis. Hirslurnar myndast í röðum í raufunum í berki lerkis og kemur fyrst fram 0,5 mm breið bóla á berkinum sem rofnar f toppinn og dökkbrúnn stútur gróhirslunn- ar kemur í ljós. f miðjum stút má oft sjá Ijósan slímkenndan massa, gródropa. Gróhirslan er dökkbrún, næst- um hnöttótt 300-500 pm í þver- mál, með nokkuð breiðan en stuttan stút. Hirsluveggurinn er brúnn en frekar þunnur og að innan er hann klæddur nálægt 20 pm þykku lagi af gróberum sem mynda gró inn í óreglulegt hol í miðju hirslunnar. Skautfrumur eru pyttlur og tiltölulega stuttar og digrar og frekar óreglulegar í lögun, 5-10 x 2-4 pm. Gróin myndast út í slímkenndan massa og eru glær, sléttveggja, spor- baugótt en grennast nokkuð til endanna, einfruma, 5-6,5 x 2,5-3,0 pm á stærð. Fram úr framenda gengur angi, slímlufsa, óregluleg í laginu. Sveppinn fann ég í nýdauðum toppi rússalerkis frá Hólum í Hjaltadal sem Guðmundur Hall- dórsson safnaði 25.08.1997. Sár var neðarlega á dauða svæðinu og brúnar, visnar nálar héngu enn við greinina. Barrviðarátusveppurinn fannst hér á vankynja stigi sínu árið 1969. Það gerðu norsku skógar- sjúkdómafræðingarnir Finn og Helga Roll-Hansen sem skoðuðu ástandið í nokkrum skógum hér- lendis 22. júlí til 2. ágúst 1969, tóku sýni og ræktuðu sveppi úr þeim. Sveppurinn sem veldur barrviðarátu fannst á rússalerki á Hallormsstað, í Höfða við Mývatn og á Stálpastöðum í Skorradal (RoII-Hansen & Roll-Hansen 1971). Sveppurinn nær sér helst á strik ef trén verða fyrir skakkaföll- um eða særast, sérstaklega að vetrarlagi. Greinarendar, sérstak- lega ársprotarnir gulna og drep- ast en tréð nær oftast að byggja varnargarð og loka sveppinn af í endanum sem fær þá hvorki vatn né næringu og visnar og deyr. Sveppurinn kemst einnig inn í tréð gegnum kalnar smágreinar og drepur þá börkinn í kring, en þannig sár á stofni geta verið lengi að lokast. í þerkinum mynd- ast síðan hirslur sveppsins eins og lýst er hér að framan. Telja má víst að sveppurinn sé algengur sérstaklega á lerki um land allt, en hann hefur einnig fundist á skógarfuru, fjallafuru og brodd- greni hérlendis (Roll-Hansen 1992). DiCosmo, Nag Raj & Kendrick (1984) fjölluðu um sveppinn, eðli hans og útbreiðslu, en hann finnst í Kanada og Bandaríkjun- um, Sovétríkjunum gömlu, Nýja- Sjálandi, Noregi, Danmörku og mörgum löndum í vestur- og miðhluta meginlands Evrópu. Sjúkdómseinkennin eru verst þar sem loftslag er rakt og svalt. Ceuthospora gaeumannii Nag Raj, vankynja stig af Phacidium gaeu- mannii (Miiller) DiCosmo, Nag Raj & W.B.Kendr. Vankynja sveppur, holsveppur, myndar dökkbrúnar gróhirslur sem brjótast út um börk dauðra lerkigreina. Gróhirslan er dökkbrún eða næstum svört, með nokkra nabba á yfirborðinu þar sem hvert hol opnast út um sérstakt op eða stuttan stút. Litlar hirslur virðast sitja nokkuð djúpt í berkinum en þær stærri í grynnri bolla og eru mun krumpaðri að sjá. Hirslu- veggurinn erdökkbrúnn en innan hans er Ijós vefur og sjást þræðir greinilega sem liggja kringum hvert hol og úr þeim vef ganga gróberar hjúpaðir slími og því • nokkuð vel skildir hver frá öðrum og minna nokkuð á nokkurra arma kertastjaka og enda í nokk- uð mislöngum skautfrumum. Skautfrumur eru pyttlur, glærar, sívalar og nokkuð jafnar fram, 7,5-11 x 1,5-1,8 pm. Gróin eru glær, sléttveggja, næstum hólk- laga en heldur grennri í bláend- 100 SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.