Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 102
dauðri lerkigrein úrsverði í
Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit
(Kaupangssveit). Hann vex einnig
á furu og á ég sýni af honum á
berki og viði dauðrar greinar af
deyjandi broddfuru f fafnaskarðs-
skógi 07.06.1993.
Sveppurinn fannst í Hallorms-
staðaskógi 1984 f söfnunarleið-
angri danskra sveppafræðinema
en ég hef ekki upplýsingar um á
hvers konar barrtré hann óx.
Holm & Holm (1977) er rannsök-
uðu sveppaflóru einis á Norður-
löndunum segja sveppinn greini-
lega bundinn við barrtré, og sé
sennilega algengur um öll Norð-
urlöndin. Enn fremur að hann sé
mjög algengur á eini og sérstak-
lega á norðurhluta svæðisins og
að askhirslurnar myndist á smá-
greinum annaðhvort dauðum eða
lifandi, undireða á milli eininál-
anna en aldrei á nálunum sjálf-
um. Þau tóku ekki sérstaklega
fram fjölda eða dreifingu ís-
lenskra sýna en í grasasafni Upp-
salaháskóla í Svfþjóð eru a.m.k. 5
sýni á eini sem þau söfnuðu á
íslandi árið 1971; 2 úr Þjórsárdal,
2 af Tungnamannaafrétti og 1 úr
Ólafsfjarðarmúla. Zogg (1962)
rannsakaði ættina sem Lophium
tilheyrir og segir L. mytilinum
fylgja barrskógunum að út-
breiðslu.
Allantophomopsis pseudotsugae
(M.Wilson) Nag Raj, vankynja
stig barrviðarátusveppsins
Phacidium coniferarum (G.G.Hahn)
DiCosmo, Nag Raj & W.B.Kendr.
(nokkur samheiti: Phomopsis pseu-
dotsugae M.Wilson; Phacidiopycnis
pseudotsugae (M.Wilson) G.G.
Hahn, Discula pinicola (Naumov)
Petr., apud Lagerb., G.Lundb. &
Melin).
Vankynja sveppur, holsveppur,
myndar dökkar, næstum
hnöttóttar gróhirslur í tiltölulega
nýdauðum greinum lerkis.
Hirslurnar myndast í röðum í
raufunum í berki lerkis og kemur
fyrst fram 0,5 mm breið bóla á
berkinum sem rofnar f toppinn
og dökkbrúnn stútur gróhirslunn-
ar kemur í ljós. f miðjum stút má
oft sjá Ijósan slímkenndan
massa, gródropa.
Gróhirslan er dökkbrún, næst-
um hnöttótt 300-500 pm í þver-
mál, með nokkuð breiðan en
stuttan stút. Hirsluveggurinn er
brúnn en frekar þunnur og að
innan er hann klæddur nálægt 20
pm þykku lagi af gróberum sem
mynda gró inn í óreglulegt hol í
miðju hirslunnar. Skautfrumur
eru pyttlur og tiltölulega stuttar
og digrar og frekar óreglulegar í
lögun, 5-10 x 2-4 pm. Gróin
myndast út í slímkenndan massa
og eru glær, sléttveggja, spor-
baugótt en grennast nokkuð til
endanna, einfruma, 5-6,5 x
2,5-3,0 pm á stærð. Fram úr
framenda gengur angi, slímlufsa,
óregluleg í laginu.
Sveppinn fann ég í nýdauðum
toppi rússalerkis frá Hólum í
Hjaltadal sem Guðmundur Hall-
dórsson safnaði 25.08.1997. Sár
var neðarlega á dauða svæðinu
og brúnar, visnar nálar héngu
enn við greinina.
Barrviðarátusveppurinn fannst
hér á vankynja stigi sínu árið
1969. Það gerðu norsku skógar-
sjúkdómafræðingarnir Finn og
Helga Roll-Hansen sem skoðuðu
ástandið í nokkrum skógum hér-
lendis 22. júlí til 2. ágúst 1969,
tóku sýni og ræktuðu sveppi úr
þeim. Sveppurinn sem veldur
barrviðarátu fannst á rússalerki á
Hallormsstað, í Höfða við Mývatn
og á Stálpastöðum í Skorradal
(RoII-Hansen & Roll-Hansen
1971). Sveppurinn nær sér helst á
strik ef trén verða fyrir skakkaföll-
um eða særast, sérstaklega að
vetrarlagi. Greinarendar, sérstak-
lega ársprotarnir gulna og drep-
ast en tréð nær oftast að byggja
varnargarð og loka sveppinn af í
endanum sem fær þá hvorki vatn
né næringu og visnar og deyr.
Sveppurinn kemst einnig inn í
tréð gegnum kalnar smágreinar
og drepur þá börkinn í kring, en
þannig sár á stofni geta verið
lengi að lokast. í þerkinum mynd-
ast síðan hirslur sveppsins eins
og lýst er hér að framan. Telja má
víst að sveppurinn sé algengur
sérstaklega á lerki um land allt,
en hann hefur einnig fundist á
skógarfuru, fjallafuru og brodd-
greni hérlendis (Roll-Hansen
1992).
DiCosmo, Nag Raj & Kendrick
(1984) fjölluðu um sveppinn, eðli
hans og útbreiðslu, en hann
finnst í Kanada og Bandaríkjun-
um, Sovétríkjunum gömlu, Nýja-
Sjálandi, Noregi, Danmörku og
mörgum löndum í vestur- og
miðhluta meginlands Evrópu.
Sjúkdómseinkennin eru verst þar
sem loftslag er rakt og svalt.
Ceuthospora gaeumannii Nag Raj,
vankynja stig af Phacidium gaeu-
mannii (Miiller) DiCosmo, Nag
Raj & W.B.Kendr.
Vankynja sveppur, holsveppur,
myndar dökkbrúnar gróhirslur
sem brjótast út um börk dauðra
lerkigreina.
Gróhirslan er dökkbrún eða
næstum svört, með nokkra nabba
á yfirborðinu þar sem hvert hol
opnast út um sérstakt op eða
stuttan stút. Litlar hirslur virðast
sitja nokkuð djúpt í berkinum en
þær stærri í grynnri bolla og eru
mun krumpaðri að sjá. Hirslu-
veggurinn erdökkbrúnn en innan
hans er Ijós vefur og sjást þræðir
greinilega sem liggja kringum
hvert hol og úr þeim vef ganga
gróberar hjúpaðir slími og því •
nokkuð vel skildir hver frá öðrum
og minna nokkuð á nokkurra
arma kertastjaka og enda í nokk-
uð mislöngum skautfrumum.
Skautfrumur eru pyttlur, glærar,
sívalar og nokkuð jafnar fram,
7,5-11 x 1,5-1,8 pm. Gróin eru
glær, sléttveggja, næstum hólk-
laga en heldur grennri í bláend-
100
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999