Skógræktarritið - 15.05.1999, Side 39
ÞORRI - er góður f öllum til-
raunareitum (Reykir, Prestsbakki,
Hvanneyri, Haukadalur, Selpart-
ur), einnig nálægt sjó sunnan-
lands. Náð var í Þorra í Ninilchik
á vesturströnd Kenaiskaga, ca.
60°N.
Lýsing: Stór, miðlungsgrófur og
karlkynsblómstrandi runni (um
2,4 m á hæð á Reykjum '95). Blöð
eru þéttstæð, lensulaga og Ijós-
græn. Vetrarsprotar eru loðnir og
börkur gulgrænbrúnn. Sumar-
sprotar eru grænir og kafloðnir
og Ijúka þeir vexti fyrir miðjan
september.
Framleiðsla á Þorra gengur vel,
og kelur hann iítið eða ekkert.
Sprotar vaxa um 60-100 cm á ári.
GÓA - er af sama kvæmi og Þorri
og má því ætla, að hún sé góð á
sömu stöðum og hann. Náð var í
Góu í Ninilchik á vesturströnd
Kenaiskaga, ca. 60°N. Góa er til á
Reykjum og Prestsbakka.
Lýsing: Grannvaxinn, þéttgrein-
óttur, miðlungsgrófur og kven-
kynsblómstrandi runni (um 2,8 m
á hæð á Reykjum '95). Blöð eru
frekar mjó og lítil. Vetrarsprotar
eru grænbrúnir til brúnir. Sumar-
sprotar ljúka vexti fyrir miðjan
september. Framleiðsla á Góu
gengur sæmilega til vel, og kelur
hana lftið. Sprotar vaxa um 40-60
cm á ári.
GARRI - er góður f öllum til-
raunareitum (Reykir, Haukadalur,
Selpartur), einnig nálægt sjó
sunnanlands. Náð var í Garra við
jökulfljótið Dangerous íYakutat í
Suður-Alaska, ca. 59°30’N.
Lýsing: Stór, grófur og karl-
kynsblómstrandi runni (um 3 m á
hæð á Reykjum '95). Blöð eru
mjög breið. Vetrarsprotar eru
loðnir og börkur grænn. Sumar-
sprotar eru grænir og Ijúka vexti í
byrjun september.
Framleiðsla á Garra gengur
sæmilega til vel og kal er lítið.
Sprotar vaxa um 60-100 cm á ári.
HVINUR - er af kvæmi með mörg-
um mismunandi klónsnúmerum
(arfgerðum), sem víðast hvar eru
góð. Náð var í Hvin nálægt skrið-
jöklinum Sheridan í Suður-Alaska,
ca. 60°30'N.
Hvinur er til á Reykjum og
Hvanneyri.
Lýsing: Grannvaxinn, miðl-
ungsgrófur til fíngerður og karl-
kynsblómstrandi runni (um 4 m á
hæð á Reykjum). Vetrarsprotar
eru með grænbrúnum berki.
Sumarsprotar Ijúka vexti í byrjun
september.
Framleiðsla á Hvin gengur vel,
og kelur hann ekkert. Sprotar
vaxa um 60-100 cm á ári.
MÁNI - er góður í öllum tilrauna-
reitum (Reykir, Haukadalur, Sel-
partur, Hvanneyri) og klónaraf
sama kvæmi fyrir norðan og vest-
an standa sig einnig vel. Náð var
í Mána við jökulána Sheridan í
Suður-Alaska, ca. 60°30'N.
Lýsing: Grannvaxinn, miðl-
ungsgrófur til fíngerður og karl-
kynsblómstrandi runni (um 4 m á
hæð á Reykjum og í Haukadal
‘95). Vetrarsprotar eru þunn-
hærðir í þyrjun vetrar, og börkur
grænbrúnn og dálítið rauðleitur.
Blöð eru fínleg. Sumarsprotar
ljúka vexti í byrjun september.
Framleiðsla á Mána gengur vel,
og kelur hann ekkert. Sprotar
vaxa um 40-50 cm á ári.
GÁTA - er af kvæmi með mörg-
um mismunandi klónsnúmerum
(arfgerðum), sem víðast hvar eru
góð, einnig nálægt sjó sunnan-
lands (Reykir, Selpartur). Náð var
í Gátu í Borrow Pit við jökulfljótið
Copper í Suður-Alaska, ca.
60°30'N.
Lýsing: Samanrekinn, mjög
hrjúfur og kvenkynsblómstrandi
runni (um 1,8 m á hæð á Reykj-
um '95). Vetrarsprotar missa
fljótt loðnuna, og börkur er svart-
blár. Sumarsprotar eru grænir til
bláleitir, loðnirog þéttblöðóttir.
Þeir Ijúka vexti í byrjun septem-
ber. Blöð eru áberandi falleg.
Framleiðsla á Gátu gengur vel
til sæmilega, og kelur hana
ekkert. Sprotar vaxa um 40-50 cm
á ári.
Alaskavíðir hárlaus:
DIMMA - er góð alls staðar nema
á umhleypingasömustu stöðum
sunnanlands (Reykir, Lækur,
Kópasker, Akureyri, Haukadalur,
Selpartur). Náð var í Dimmu við
lækinn Sampson á Sewardskaga
vestast í Alaska, nálægt 65°N.
Lýsing: Greinamikill, bústinn,
miðlungsgrófur til ffngerðurog
kvenkynsblómstrandi runni (um
2.5 m á hæð á Reykjum '95). Vetr-
arsprotar eru hárlausir og börkur
svartbrúnn til svartblár, en grein-
ar dökkbrúnar og gljáandi.
Sumarsprotar Ijúka vexti um
miðjan ágúst. Blöð eru stór,
lensulaga og mjó.
Framleiðsla á Dimmu gengur
sæmilega, og kelur hana lítið,
enn minna fyrir vestan og norð-
an. Sprotar vaxa um 40-50 cm á
ári.
SORTA - er góð alls staðar nema
á umhleypingasömustu stöðum
sunnanlands (Reykir, Lækur,
Kópasker, Hvanneyri, Haukadal-
ur, Selpartur). Náð var í Sortu við
lækinn Sampson á Sewardskaga
vestast í Alaska, ca. 65°N.
Lýsing: Þéttgreinóttur, bústinn,
breiðvaxinn, miðlungsgrófur og
kvenkynsblómstrandi runni (um
1.6 m á hæð á Reykjum ‘95). Vetr-
arsprotar eru háriausir og börkur
nær svartur, en greinar græn-
brúnar og gljáandi. Sumarsprotar
ljúka vexti um miðjan ágúst. Blöð
eru breið.
Framleiðsla á Sortu gengur
sæmilega, og kal er lítið eða ekk-
ert. Sprotar vaxa um 40-50 cm á
ári.
HEKLA - er góð í öllum tilrauna-
reitum (Reykir, Hvanneyri,
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
37