Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 88
I. mynd: Lerkisúlungur í ungskógi af rússalerki á Hafursá í Skógum.
Kvæmi: fönsberg-frægarðurinn í Noregi. Gróðursett 1983. Móbandsplöntur 1/1.
Mynd: S.Bl., 08-08-98.
2. mynd: Uppskera af lerkisúlung úr sama teig og á 1. mynd.
Mynd: S.Bl., 08-08-98.
íslands 1972—1973 stutta yfirlits-
grein um trjásjúkdóma og fúa-
sveppi, bls. 46-51.
Hér á eftir fer orðrétt þýðing á
grein próf. Roll-Hansens um
lerkisúl.unginn.
Lerkisúlungurinn, Suillus
grevillei, myndar útræna
svepprót með fleiri barrtrjám
en lerki
Eftir Finn Roll-Hansen
„Allt fram til síðustu ára hefir sú
trú ríkt meðal sveppafræðinga, að
Suillus grevillei (Klotzch) Singer væri
einungis bundinn við lerki. En
þegarárið 1923 gaf J.E. Lange* f
skyn, að í Suður-Evrópu gæti
sveppurinn líklega vaxið undir
öðrum trjám en lerki. Schwitzer
uppgötvaði um 1930, að hann
gæti vaxið með skógarfuru (Pinus
sylveslris). Árið 1949 skrifaði rúss-
nesk kona, Lebedeva, að sveppur-
inn yxi fyrst og fremst undir lerki,
mjög sjaldan undir öðrum barr-
trjám. Árið 1965 skrifaði L. Singer:
„Ég hefi sjálfur séð S. grevillei \
hreinum skógarfuruskógi við Am-
berg. En venjulega hindra sveppir,
sem eru vel aðlagaðir skógarfuru,
lerkisúlunginn að festa þar rætur."
Árið 1970 skrifuðu Bandaríkja-
mennirnir Snell & Dick: „Venju-
lega f breiðum undir mýralerki, og
sjaldan í nánd við balsamþin og
döglingsvið."
Við prófessor H.H.H. Heiberg**
fundum S. grevillei í teig af eintóm-
um Pseudotsuga menziesii (döglings-
við) f Sogndal fyrir mörgum árum.
Þjóðverjinn Linnemann getur um
þennan fund árið 1971. Síðar hefi
ég fundið hann nokkrum sinnum
undir P. menziesii langt frá lerki í
skógi iandbúnaðarháskólans á
Ási. Árið 1971 tókum við myndir
bæði svarthvítar og í lit af sveppn-
um og fórum að rækta hann. En
síðustu tvöárin*** hefi ég ekki
fundið lerkisúlunginn undir dögl-
ingsvið á Ási. Hugsanlegt er, að
sérstakar aðstæður þurfi til, að
86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999