Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 93

Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 93
Meðalfjöldi eggja og mítla sumarið 1995 80 70 60 50 40 30 20 10 0 .. 1 rí-y- _ Hr-| ■ Fjöldi vetrareggja Fjöldi sumareggja n Fjöldi mltla 6. júni 4. júli Dagsetning 24. júli 4. mynd. Fjöldi sumar- og vetrareggja ásamt fjölda mítla yfir sumarið 1995. Lóðréttu strikin tákna I staðalfrávik. Einstakur mítill getur við bestu hugsanlegu skilyrði þroskast frá eggi að fullorðnu dýri á þrem til sex dögum (Johnson & Lyon, 1988) en oftast tekur það lengri tíma og er að mestu leyti háð hitastigi (Kramer & Hain,1987). Þó að engin talning hafi farið fram í ágúst má ætla að önnur kynslóð hafi náð á legg í byrjun september (sjá hitatölur fyrir júlf, ágúst og september á 5. mynd) en þá hefur meðalhiti fallið niður í 6,5°C svo líklegt verður að teij- ast að sú kynslóð hafi verpt vetr- areggjum og dáið fljótlega upp úr því. Niðurstaðan er þvf sú að aðeins komu fram tvær kynslóðir þetta ár á Hallormsstað en í Danmörku eru þær þrjár til fjórar. Þess má geta að þetta ár voraði seint á Austurlandi. Að öllu jöfnu má búast við því að köngulingur vakni úr vetrardvala í meðalári um miðjan maí. Hald- ist nú meðalhiti um 10°C út septembermánuð mætti ætla að stundum gætu komið fram 3 kyn- slóðir. Mynd 4 sýnir ennfremur að um leið og slær á fjölda fullorðinna dýra eykst fjöldi sumareggja. Má því draga þá ályktun að eftir varp fyrstu sumarkynslóðar drepist fullorðnu dýrin sem geta hana af sér. Köngulingspiágur og varnir gegn þeim Sérfræðingar á sviði mítla hafa tekið eftir því að í heitum þurrum sumrum eykst hætta á köngul- ingsplágum. Þroskunarhraði lið- fætlna er háður umhverfishita, og þroskun á sér eingöngu stað inn- an ákveðinna hitamarka. Ef hiti er innan þeirra marka má lýsa sambandi hita og þroskunar- hraða með S-laga ferli þar sem þroskunarhraðinn er minnstur við lágt hitastig en eykst er ofar dregur og fellur aftur niður við mjög hátt hitastig. Hiti hefur mikil áhrif á hraða þroskunar köngulings en ekki er beint sam- band milli rakastigs og viðkomu hans. Kramerog Hain (1989) telja skýringuna á þessu vera þá að rándýr á köngulingi þoli ekki mikinn þurrk og stofn rándýrsins minnki. Af því getur leitt að könguling fjölgi. Lítið er vitað um rándýr á mítlinum hér á landi, en telja verður líklegt að hitastig sé sá þáttur sem mestu ráði um stofnstærð hans og rakastig komi þar lítið við sögu. Efnainnihald trjáa hefur einnig áhrif á tímgun og hreyfigetu köngulings. Rann- sóknir sýna að næringarefni í laufblöðum háfa bein áhrif á við- komu mítilsins. Sé t.d. áburður sem inniheldur nitur og fosfór gefinn trjám má búast við stofn- stærðaraukningu köngulings (Löyttyniemi & Heliövaara, 1991). í þessari tilraun náðist aðeins að fylgjast með einni kynslóð og á grundvelli hennar ályktað um fjölda kynslóða yfir sumarið út frá gögnum um meðalhitastig yfir sumarmánuðina. Samhliða lffs- ferilsathugunum fóru fram athug- anir á áhrifum tveggja eiturefna af eiturefnaflokki C sem heita Pentac og Keltane. í ljós kom að eggjafjöldi í úðuðum reitum var um 20-25% af eggjafjölda í reit- um sem voru ekki úðaðir. Ef ætl- Meðalhiti sumarsins 1995 miðað við meðalhita áranna 1961-1990 12 10 8 6 4 Meöalhiti '95 Meöalhiti '61-'90 maí jum júlí Sumarmánuður ágúst september 5. mynd. Meðalhiti á Hallormsstað í maí til september 1995 borinn saman við meðalhita áranna 1961 til 1990. Svo sem sjá má var maí mun kaldari en í meðalári, en bæði júní og ágúst voru með hlýrra móti. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.