Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 93
Meðalfjöldi eggja og mítla sumarið 1995
80
70
60
50
40
30
20
10
0
..
1
rí-y-
_ Hr-|
■ Fjöldi vetrareggja
Fjöldi sumareggja
n Fjöldi mltla
6. júni
4. júli
Dagsetning
24. júli
4. mynd. Fjöldi sumar- og vetrareggja ásamt fjölda mítla yfir sumarið 1995. Lóðréttu
strikin tákna I staðalfrávik.
Einstakur mítill getur við bestu
hugsanlegu skilyrði þroskast frá
eggi að fullorðnu dýri á þrem til
sex dögum (Johnson & Lyon,
1988) en oftast tekur það lengri
tíma og er að mestu leyti háð
hitastigi (Kramer & Hain,1987).
Þó að engin talning hafi farið
fram í ágúst má ætla að önnur
kynslóð hafi náð á legg í byrjun
september (sjá hitatölur fyrir júlf,
ágúst og september á 5. mynd)
en þá hefur meðalhiti fallið niður
í 6,5°C svo líklegt verður að teij-
ast að sú kynslóð hafi verpt vetr-
areggjum og dáið fljótlega upp
úr því. Niðurstaðan er þvf sú að
aðeins komu fram tvær kynslóðir
þetta ár á Hallormsstað en í
Danmörku eru þær þrjár til
fjórar. Þess má geta að þetta ár
voraði seint á Austurlandi. Að
öllu jöfnu má búast við því að
köngulingur vakni úr vetrardvala
í meðalári um miðjan maí. Hald-
ist nú meðalhiti um 10°C út
septembermánuð mætti ætla að
stundum gætu komið fram 3 kyn-
slóðir.
Mynd 4 sýnir ennfremur að um
leið og slær á fjölda fullorðinna
dýra eykst fjöldi sumareggja. Má
því draga þá ályktun að eftir varp
fyrstu sumarkynslóðar drepist
fullorðnu dýrin sem geta hana af
sér.
Köngulingspiágur og varnir
gegn þeim
Sérfræðingar á sviði mítla hafa
tekið eftir því að í heitum þurrum
sumrum eykst hætta á köngul-
ingsplágum. Þroskunarhraði lið-
fætlna er háður umhverfishita, og
þroskun á sér eingöngu stað inn-
an ákveðinna hitamarka. Ef hiti
er innan þeirra marka má lýsa
sambandi hita og þroskunar-
hraða með S-laga ferli þar sem
þroskunarhraðinn er minnstur
við lágt hitastig en eykst er ofar
dregur og fellur aftur niður við
mjög hátt hitastig. Hiti hefur
mikil áhrif á hraða þroskunar
köngulings en ekki er beint sam-
band milli rakastigs og viðkomu
hans. Kramerog Hain (1989)
telja skýringuna á þessu vera þá
að rándýr á köngulingi þoli ekki
mikinn þurrk og stofn rándýrsins
minnki. Af því getur leitt að
könguling fjölgi. Lítið er vitað um
rándýr á mítlinum hér á landi, en
telja verður líklegt að hitastig sé
sá þáttur sem mestu ráði um
stofnstærð hans og rakastig komi
þar lítið við sögu. Efnainnihald
trjáa hefur einnig áhrif á tímgun
og hreyfigetu köngulings. Rann-
sóknir sýna að næringarefni í
laufblöðum háfa bein áhrif á við-
komu mítilsins. Sé t.d. áburður
sem inniheldur nitur og fosfór
gefinn trjám má búast við stofn-
stærðaraukningu köngulings
(Löyttyniemi & Heliövaara, 1991).
í þessari tilraun náðist aðeins
að fylgjast með einni kynslóð og
á grundvelli hennar ályktað um
fjölda kynslóða yfir sumarið út frá
gögnum um meðalhitastig yfir
sumarmánuðina. Samhliða lffs-
ferilsathugunum fóru fram athug-
anir á áhrifum tveggja eiturefna
af eiturefnaflokki C sem heita
Pentac og Keltane. í ljós kom að
eggjafjöldi í úðuðum reitum var
um 20-25% af eggjafjölda í reit-
um sem voru ekki úðaðir. Ef ætl-
Meðalhiti sumarsins 1995 miðað við meðalhita
áranna 1961-1990
12
10
8
6
4
Meöalhiti '95
Meöalhiti '61-'90
maí
jum
júlí
Sumarmánuður
ágúst
september
5. mynd. Meðalhiti á Hallormsstað í maí til september 1995 borinn saman við
meðalhita áranna 1961 til 1990. Svo sem sjá má var maí mun kaldari en í meðalári,
en bæði júní og ágúst voru með hlýrra móti.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1999
91