Skógræktarritið - 15.05.1999, Blaðsíða 86
þremur lerkitegundum f Sfberiu,
sem taldar eru í splunkunýrri
bók, sem okkur hafði borist. Hún
nefnist „Breytileiki og vistfræði
sfberískra lerkitegunda". Höfund-
ar eru fjórir: Owe Martinsson,
prófessor við skógræktarháskól-
ann í Umeá, Svfþjóð, pólskur
sérfræðingur, sem líka starfar við
þann háskóla, og tveir sérfræð-
ingar við Sukachev-rannsókna-
stofnunina í skógrækt í Krasno-
jarsk, Síberfu. Annar þeirra,
prófessor Leonid I. Milyutin, var
fulltrúi Rússa á alþjóðlegu lerki-
ráðstefnunni í Montana, Banda-
ríkjunum, 1992, sem við Þröstur
sátum ásamt Árna Bragasyni og
Owe Martinsson.
Við þann samanburð kom f
ljós, að könglarnir í Skógalund-
inum pössuðu nákvæmlega við
köngla af austustu lerkitegund-
inni í Sfberíu, sem ofannefndir
bókarhöfundar telja Larix cajand-
eri Mayr, sem við verðum í bili
að nefna cajanderlerki. Þetta
tegundarheiti hefir ekki áður
Mynd 5. Cajanderierkið á Hallorms-
stað. Var gróðursett 1954. Aðeins fáar
af hinum 200 gróðursettu plöntum
lifðu. Þær voru fluttar með skipi frá
Reykjavík, sem tók marga daga. Flestar
þoldu ekki flutninginn. Einkenni: Um
90 gráða greinahorn; greinarnarsveigj-
ast ekki upp, en standa beint út; nál-
arnar dökkgrænar, miklu dekkri en á
rússa- og síberíulerki. Hæsta tréð í
þessum hópi er núna 9,90 m.
Mynd: S.BI., 22-09-97,
Myndir I og 2.
verið notað f íslenskum skrifum
um lerki. Höfundur heitisins,
Þjóðverjinn Heinrich Mayr, er
líka höfundur heitisins L. Kuril-
ensis, sem að hans mati átti við
suðlægari hluta útbreiðslu-
svæðis L. cajanderi, m.a. á eyj-
unni Sakhalín.
Cajanderlerki tekur við af dáríu-
lerki (Larix dahurica (Loud.) Turcz
& Trautv.) austan Lenafljóts og á
stórum svæðum vestan þess. Það
þekur 48% af lerkiskógum Síberíu.
Nú verður að geta þess, að þegar
greint er milli tegunda f plöntu-
ríkinu, skipta blóm og aldin mjög
miklu. Þannig byggist t.d. grein-
ing rússa- og síberíulerkis nánast
eingöngu á mismunandi lögun
könglanna.
Fyrir eftirtekt Helga Þórssonar
og greiningu Þrastar f kjölfarið,
er loks að fullu ráðin gátan um
uppruna lerkitrjánna í Skógum.
í skýrslu gróðrarstöðvarinnar á
Tumastöðum fyrir árið 1954
stendur, að 1.400 plöntur 1/1 af
kúrileyjalerki hafi verið afgreiddar
þá um vorið. Fræið hafði komið
frá trjásafninu á Mustila í Finn-
84
SKÓGRÆ KTARRITIÐ 1999